Samskiptastöðin er sérhæfð meðferðarstöð sem aðstoðar einstaklinga, fjölskyldur, pör eða vinnustaði við að leysa hvers kyns vanda, bæta líðan og samskipti. Sálfræðingar Samskiptastöðvarinnar sinna greiningu og meðferð við sálrænum vanda barna og unglinga, fullorðinna og aldraðra.
Ástdís útskrifaðist með BA í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2018 og MSc gráðu í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2020, hún fékk starfsleyfi sálfræðings það sama ár. Í námi sínu öðlaðist hún fjölbreytta reynslu undir handleiðslu reyndra sálfræðinga á þremur stöðum: Grensásdeild Landspítalans, þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða og á Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. Í meistararannsókn sinni rannsakaði Ástdís tíðni þunglyndiseinkenna aldraðra á Íslandi.
Samhliða starfi sínu hjá Samskiptastöðinni vinnur hún sem sálfræðingur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þar sem hún sinnir greiningu og meðferð á sálrænum vanda fullorðinna.