Námskeið fyrir foreldra ungra barna

Námskeið fyrir foreldra ungra barna

,,Að verða foreldri”

Námskeiðið stuðlar að því að undirbúa verðandi foreldra og foreldra allt að 3 ára barna til að takast á við foreldrahlutverkið þannig að barnið sé félagslega og tilfinningalega heilbrigt.

Til þess að það takist sem best er veitt fræðsla um hvernig efla má parasambandið samhliða foreldrahlutverkinu.

Einnig að kenna áhrifaríkar aðferðir til að mæta álagi og ágreiningi sem þekkt er m.a. af reynslu og rannsóknum John Gottman að eykst til muna eftir fæðingu barns.

Ungabörn undir 6 mánaða eru velkomin með foreldrum sínum.

Lögð er áhersla á: – að efla nánd í sambandinu – að stjórna ágreiningi – að vera samstillt í uppeldishlutverkinu – að þekkja og virða tilfinningar barna – að vita hvert er hægt að leita eftir stuðningi og ráðgjöf þegar þörf er.

LEIÐBEINENDUR

Íris Eik Ólafsdóttir réttarfélagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur.
Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskylduráðgjafi.
Sara Dögg Eiríksdóttir, félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur.

Hafa þau öll langa starfsreynslu af störfum með börnum og fjölskyldum.

HVAR, HVENÆR OG VERÐ

Staðsetning: Samskiptastöðin, Skeifunni 11b, 108 Reykjavík 2. hæð fyrir
ofan Lyfju.

Nánari upplýsingar munu birtast fljótlega en hægt er að skrá sig á biðlista fyrir námskeið sem haldin verða haustið 2022:

Skráning: Netfang: samskiptastodin.is eða í síma 419-0500.

Flest stéttarfélög taka þátt í kostnaði vegna námskeiða. Við hvetjum fólk til að kanna sinn rétt til endurgreiðslu.

Ef óskað er eftir frekari upplýsingum um námskeiðið vinsamlegast hafið samband við Samskiptastöðina í síma 419-0500 eða sendið tölvupóst á samskiptastodin@samskiptastodin.is

Einnig er hægt að fá einstaklings- eða paraviðtal fyrir eða eftir námskeiðið sé þess óskað. Viðtöl eru ekki innifalin í verði námskeiðs.