Einstaklingar

Einstaklingsviðtal

Hér fyrir neðan má sjá framboð sem við höfum upp á að bjóða.

Stundum verðum við fyrir erfiðri lífsreynslu, eins og veikindum í fjölskyldu, atvinnuleysi, missi og sorg. Það getur verið gagnlegt að fá samtalsmeðferð þegar við erum að takast á við krefjandi áskoranir eða stöndum á einhvers konar tímamótum. Hér er samtalið lykillinn að því að auka líkur á því að líðan batni eða að vandinn leysist.

Viðtalstími er yfirleitt 50 mínútur.

Stundum verðum við fyrir erfiðri lífsreynslu, eins og veikindum í fjölskyldu, atvinnuleysi, missi og sorg. Það getur verið gagnlegt að fá samtalsmeðferð þegar við erum að takast á við krefjandi áskoranir eða stöndum á einhvers konar tímamótum. Hér er samtalið lykillinn að því að auka líkur á því að líðan batni eða að vandinn leysist.

Sálfræðingar Samskiptastöðvarinnar sinna greiningu og meðferð við sálrænum vanda fullorðinna. Markmið sálfræðinga okkar er að beita gagnreyndri meðferð við sálrænum vanda við depurð, lágu sjálfsmati, ADHD, almennum kvíða, félagskvíða, heilsukvíða, ofsakvíða, áfallastreitu, sorg, örmögnun og kulnun. Sálfræðingar Samskiptastöðvarinnar notast jafnan við hugræna atferlismeðferð í meðferðarvinnu sinni og eru líkt og aðrir heilbrigðisstarfsmenn bundnir trúnaði við skjólstæðinga sína.

Samskiptastöðin býður upp á ADHD greiningar fullorðinna. Athyglisbrestur og ofvirkni/hvatvísi (ADHD) er meðfætt frávik í taugaþroska sem getur meðal annars leitt til þess að fólk á erfitt með athygli og einbeitingu, eru utan við sig og gleymið og á erfitt með skipulag. Eirðarleysi, hvatvísi, mikil virkni og erfiðleikar með að stýra orkustigi eru sömuleiðis algeng einkenni.

Verð: Sjá verðskrá Samskiptastöðvarinar.

Viðtalstími er yfirleitt 50 mínútur.

Sálfræðingar Samskiptastöðvarinnar sinna greiningu og meðferð við sálrænum vanda barna og unglinga, fullorðinna og aldraðra. Markmið sálfræðinga okkar er að beita gagnreyndri meðferð við sálrænum vanda við depurð, lágu sjálfsmati, ADHD, almennum kvíða, félagskvíða, heilsukvíða, ofsakvíða, áfallastreitu, sorg, örmögnun og kulnun. Sálfræðingar Samskiptastöðvarinnar notast jafnan við hugræna atferlismeðferð í meðferðarvinnu sinni og eru líkt og aðrir heilbrigðisstarfsmenn bundnir trúnaði við skjólstæðinga sína.

Verð: Sjá verðskrá Samskiptastöðvarinar.

Viðtalstími er yfirleitt 50 mínútur.

Nánari upplýsingar

Yfirleitt er mælst með því að fólk mæti í greiningarviðtal áður en meðferð hefst þar sem vandi skjólstæðings er kortlagður og markmið sett fyrir meðferð. Í meðferðarviðtölum er lögð áhersla á að skjólstæðingur og meðferðaraðili vinni í sameiningu að lausn núverandi vanda og í lok viðtala fá skjólstæðingar oftast einföld heimaverkefni sem þeir sinna á milli tíma. Rannsóknir á árangri hugrænnar atferlismeðferðar hafa sýnt að bestur meðferðarárangur næst ef skjólstæðingur sinnir meðferðarvinnu sinni markvisst og ef ekki líður of langt á milli meðferðartíma.

Greining og kortlagning sálræns vanda er grunnur að því að veitt sé viðeigandi og skilvirk meðferð. Þegar við glímum við andlega vanlíðan svo sem depurð eða kvíða er því mikilvægt að skoðað sé nánar um hvers konar vanda ræðir áður en meðferðarnálgun er valin. Af þessum sökum mælum við í flestum tilfellum með því að einstaklingar sæki greiningarviðtal áður en meðferð hefst. Í sumum tilfellum þegar maður finnur að manni vantar aðstoð er þó ekki endilega þörf á greiningarviðtali. Það getur til dæmis átt við þegar manni vantar aðstoð til að takast á við erfiðar aðstæður í lífinu eða að aðlaga sig að breyttum aðstæðum.

Greiningarviðtal hægt er að bóka hjá sálfræðingum Samskiptastöðvarinnar. Slíkt viðtal er lengra en hefðbundið sálfræðiviðtal eða um 90 mínútur. Sálfræðingur leggur fyrir spurningalista sem og staðlað greiningarviðtal með því markmiði að greina vandann og velja viðeigandi meðferð. Að loknu greiningarviðtali er næsta skref að útbúa meðferðaráætlun sem meðferðaraðili og skjólstæðingur útbúa í sameiningu, þá er farið yfir áætlaðan heildarfjölda meðferðarviðtala út frá þeim vanda sem unnið verður með. Í sumum tilfellum getur komið í ljós að um sértækari vanda sé að ræða og aðstoðar þá meðferðaraðili skjólstæðing við að finna þá þjónustu sem hentar viðkomandi einstakling best.

Verð fyrir þetta viðtal má sjá verðskrá Samskiptastöðvarinar.

Fjölskyldufræðingar Samskiptastöðvarinnar bjóða uppá stuðning við fjölskyldur sem eru að glíma við hvers kyns vanda. Við veitum gagnreynda meðferð til að takast á við og vinna úr álagi og samskiptavanda í
fjölskyldum. Dæmi um ástæður þess að fólk leitar sér aðstoðar fjölskyldufræðings er vegna samskiptavanda og ágreinings, tengslavanda, andlegra og líkamlegra veikinda, áfengis- og fíknivanda, ofbeldis, áhættuhegðunar ungmenna, barnauppeldis, áfalla, sorgar og breytts fjölskyldumynsturs í kjölfar skilnaðar. Fjölskyldufræðingar Samskiptastöðvarinnar notast jafnan við hugræna atferlismeðferð fyrir fjölskyldur, tengslameðferð ARC, öryggishringurinn (Circle of Security) í meðferðarvinnu sinni og eru líkt og aðrir heilbrigðisstarfsmenn bundnir trúnaði við skjólstæðinga sína.

Sérhæfður stuðningur fyrir aðstandendur einstaklinga með geðrænan vanda, fötlun, langvinn veikindi, fanga og einstaklinga með fíknivanda.

Markmiðið er að veita aðstandendum skýrari sýn á þá flóknu stöðu sem fylgir því að eiga einhvern að sem glímir við vanda. Farið er í það hjálparleysi sem algengt er að aðstandendur upplifa. Kenndar eru hjálplegar leiðir til stuðnings og bjargráð fyrir aðstandendur.

Verð: Sjá verðskrá Samskiptastöðvarinar.

Viðtalstími er yfirleitt 50 mínútur.

Fjölskyldufræðingar Samskiptastöðvarinnar bjóða upp á para- og hjónabandsmeðferð með það að markmiði að bæta samskipti og lífsgæði. Það að vera í sambandi sem á einhvern hátt er krefjandi eða veitir ekki
lífsfyllingu hefur mikil áhrif á líðan fólks.

Við beitum gagnreyndum aðferðum og hjálpum pörum við að bæta samband sitt.

Flestir sem leita sér aðstoðar hafa glímt við vandann nokkuð lengi án þess að finna viðunandi lausn. Stundum eru það erfiðar aðstæður sem hafa reynt mjög á sambandið. Dæmi um ástæður þess að par eða hjón leita sér aðstoðar fjölskyldufræðings er vegna samskiptavanda og ágreinings, skort á nánd
og kynlífi, trúnaðarbresti svo sem eins og framhjáhaldi, fjárhagsvanda, verkaskipting á heimili, andlegra og líkamlegra veikinda, áfengis- og fíknivanda, ofbeldis, afbrotahegðunar maka, barnauppeldis, áfalla,
sorgar og breytts mynsturs eftir að hlutverk breytast s.s. eftir að börn fara að heiman.

Fjölskyldufræðingar Samskiptastöðvarinnar notast jafnan við hugræna atferlismeðferð fyrir pör (CBT for couples) og tengslamiðaða parameðferð (EFT) í meðferðarvinnu sinni og eru líkt og aðrir heilbrigðisstarfsmenn bundnir trúnaði við skjólstæðinga sína.

Verð: Sjá verðskrá Samskiptastöðvarinar.

Viðtalstími er yfirleitt 50 mínútur.

Barnasálfræðingar Samskiptastöðvarinnar sinna greiningu og meðferð við sálrænum vanda barna og ungmenna. Markmið sálfræðinga okkar er að beita gagnreyndri meðferð við sálrænum vanda við depurð, lágu sjálfsmati,
ADHD, almennum kvíða, félagskvíða, heilsukvíða, ofsakvíða, hegðunarfrávikum, áfallastreitu og sorg. Sálfræðingar Samskiptastöðvarinnar notast jafnan við hugræna atferlismeðferð í meðferðarvinnu sinni og eru líkt og aðrir heilbrigðisstarfsmenn bundnir trúnaði við skjólstæðinga sína.

Fjölskyldufræðingar Samskiptastöðvarinnar sinna börnum/ungmennum og fjölskyldum þeirra. Þeir bjóða uppá stuðning við fjölskyldur sem eru að glíma við hvers kyns vanda. Við veitum gagnreynda meðferð til að takast á við og vinna úr álagi og samskiptavanda í fjölskyldum. Dæmi um ástæður þess að fólk leitar sér aðstoðar fjölskyldufræðings er vegna samskiptavanda og ágreinings, tengslavanda, andlegra og líkamlegra veikinda, áfengis- og fíknivanda, ofbeldis, áhættuhegðunar ungmenna, barnauppeldis, áfalla, sorgar og breytts fjölskyldumynsturs í kjölfar skilnaðar. Fjölskyldufræðingar Samskiptastöðvarinnar notast jafnan við hugræna atferlismeðferð fyrir fjölskyldur, tengslameðferð ARC, öryggishringurinn (Circle of Security) í meðferðarvinnu sinni og eru líkt og aðrir heilbrigðisstarfsmenn bundnir trúnaði við skjólstæðinga
sína.

Verð: Sjá verðskrá Samskiptastöðvarinar.

Viðtalstími er yfirleitt 50 mínútur.

Sáttamiðlun er aðferð til að leysa fjölskyldudeilur og skilnaðarmál þar sem tveir eða fleiri aðilar taka sjálfviljugir þátt. Með aðstoð óháðs og hlutlauss sáttamiðlara komast aðilar sjálfir að samkomulagi um lausn ágreiningsins sem þeir meta viðunandi fyrir alla í gegnum skipulagt og mótað ferli.

Sáttamiðlun fylgir yfirleitt þessu ferli:

  • Aðilar sammælast um að leysa ágreining sinn með hjálp sáttamiðlunar
  • Aðilar hittast ásamt sáttamiðlara
  • Sáttamiðlari stýrir sáttafundi
  • Sáttamiðlari er hlutlaus, óhlutdrægur og sjálfstæður
  • Sáttamiðlari stuðlar að jafnræði með aðilum og sýnir þeim virðingu
  • Aðilar útskýra hvor fyrir öðrum þeirra upplifun af vandanum eða deilunni
  • Hagsmunir og þarfir aðila eru ræddar
  • Möguleikar að lausn eru settir upp
  • Lausnin byggist upp á umræðum aðilanna
  • Komist er að samkomulagi í sameiningu
  • Allir þátttakendur eru bundnir trúnaði um það sem fram kemur í
  • sáttamiðluninni
  • Sáttamiðlun lýkur annaðhvort með því að aðilar komast að samkomulagi um lausn á ágreiningi sínum eða með því að slíta sáttamiðluninni en allir aðilar sem og sáttamiðlari getur óskað eftir því að sáttamiðlunarferli sé lokið.

Greiðsla á þóknun sáttamiðlara og kostnaður í tengslum við sáttamiðlunina skiptist til helminga á milli aðila nema um annað sé samið.

Gert er ráð fyrir 2,5 klst. í fyrsta sáttafund og er lágmarksþóknun kr. 55.500. Innifalið í því eru símtöl við báða aðila fyrir fundinn. Sé þörf fyrir fleiri fundum er greitt samkvæmt tímagjaldi sem er kr. 18.500.

Sérhæfður stuðningur fyrir aðstandendur einstaklinga með geðrænan vanda, fötlun, langvinn veikindi, fanga og einstaklinga með fíknivanda.

Markmiðið er að veita aðstandendum skýrari sýn á þá flóknu stöðu sem fylgir því að eiga einhvern að sem glímir við vanda. Farið er í það hjálparleysi sem algengt er að aðstandendur upplifa. Kenndar eru hjálplegar leiðir til stuðnings og bjargráð fyrir aðstandendur.

Helstu aðferðir:

Hugræn atferlismeðferð fyrir fjölskyldur (CBT for family)

Tengslamiðuð fjölskyldumeðferð (ABFT)

Samskiptastöðin býður upp á ADHD greiningar fullorðinna. Athyglisbrestur og ofvirkni/hvatvísi (ADHD) er meðfætt frávik í taugaþroska sem getur meðal annars leitt til þess að fólk á erfitt með athygli og einbeitingu, eru utan við sig og gleymið og á erfitt með skipulag. Eirðarleysi, hvatvísi, mikil virkni og erfiðleikar með að stýra orkustigi eru sömuleiðis algeng einkenni.

Greiningarferlið hefst með skimunarviðtali þar sem er skimað fyrir einkennum ADHD og öðrum mögulegum geðgreiningum með hjálp sjálfsmatskvarða, geðgreiningarviðtals og persónulegri frásögn. Til þess að tryggja að greining sé rétt og viðeigandi aðstoð veitt þarf að gæta þess að þau einkenni sem fólk upplifir eigi sér ekki aðrar orsakir, en mörg dæmigerð einkenni ADHD geta komið fram vegna annars konar vanda. Skimunarviðtalið tekur tvær klukkustundir. Í lok skimunarviðtals er tekin ákvörðun um hvort halda skuli greiningarferlinu áfram.

Ef ljóst er þá þegar að einkenni stafa af öðrum orsökum eða þau séu ekki þess eðlis að um ADHD sé að ræða er greiningarferlinu hætt. Sé talið að einkenni geti stafað af ADHD er óskað eftir samtali við aðstandanda sem getur borið vitneskju um hegðun skjólstæðingsins á fullorðinsárum og í æsku. Gera má ráð fyrir 1 ½ -2 klukkustundum í þennan hluta.

Að því loknu er skjólstæðingurinn boðaður í 1-2 kls viðtal þar sem farið er ítarlega yfir möguleg ADHD einkenni og birtingarmynd þeirra í daglegu lífi.

Þegar öllum upplýsingum hefur verið safnað er skrifuð greiningarskýrsla sem inniheldur niðurstöðu greiningarinnar ásamt upplýsingum um og niðurstöður matslista og greiningarviðtala.

ADHD greining tekur um það bil 7 klukkustundir, þar af 2 klukkustundir í skýrsluskrif.

Verð er skv. verðskrá Samskiptastöðvarinnar. Gott er að hafa í huga að flest stéttarfélög greiða niður sálfræðiþjónustu að hluta.

Athugaðu við erum ekki með geðlækni þannig ef þú vilt í framhaldi af greiningu fá viðtal hjá lækni þyrftir þú ​að panta slíkan tíma sjálf/ur.

Hægt er að gera greiningu á ADHD í gegnum fjarviðtal.

Margir veigra sér við að panta tíma hjá sérfræðingi. Stundum hefur fólk efasemdir um það að þau hafi þörf fyrir stuðning eða meðferð, þau telja þá jafnvel að þeirra vandi sé ekki nógu alvarlegur eða að “aðrir hafi það verra en þau”. Það getur þó alltaf verið gott að panta tíma hjá sérfræðingi sama hversu lítilvægur þér þykir vandinn vera.

Oft leitar fólk til sérfræðings þegar upp hafa komið vandamál í hinu daglega lífi sem viðkomandi telur sig ekki hafa stjórn á. Yfirleitt mælum við sérstaklega með því að fólk leiti sér aðstoðar þegar kvíði, depurð eða vanlíðan er úr hófi miðað við aðstæður og hefur hamlandi áhrif á daglegt líf.

Einnig þegar fjölskyldur eða pör eru að glíma við vanda eða vanlíðan.

Mörgum finnst tilhugsunin um að mæta í viðtal erfið. Því getur verið gott að vita á hverju þú getur átt von á þegar þú mætir í fyrsta skipti. Sumir óttast viðbrögð sín og finnst erfitt að hugsa til þess að hafa ekki stjórn á tilfinningum sínum. Allir sérfræðingar okkar eru vanir að ræða við fólk við allskonar aðstæður og finnst afar eðlilegt að fólki finnist stórt skref að mæta í viðtal.

Þegar þú kemur færðu þér sæti á biðstofu og bíður eftir að sérfræðingurinn sem þú átt tíma hjá kallar í þig. Í fyrsta tímanum getur þú gert ráð fyrir því að sérfræðingurinn fái upplýsingar frá þér. Hann mun byrja á að spyrja þig hvers vegna þú ákvaðst að leita þér aðstoðar núna, hve lengi vandinn hefur staðið yfir og hvernig hann truflar þitt daglega líf. Þú getur komið með allar þær upplýsingar sem þú vilt koma á framfæri. Í lok tímans er farið yfir hvaða meðferðarleiðir eru mögulegar. Ef þér líst á það er fundinn annar tími. Yfirleitt er hist aðra hvora viku þegar um sálfræðimeðferð er að ræða en í fjölskyldumeðferð er yfirleitt hist á tveggja vikna fresti til að byrja með og svo lengt á milli eftir því sem meðferðinni miðar áfram. Í sáttamiðlun er ferlið með öðrum hætti, sjá nánar umfjöllun um sáttamiðlun hér á síðunni.

Sérfræðingur Samskiptastöðvarinnar vísar einstaklingum eða fjölskyldum áfram á aðra sérfræðinga ef talið er að vandamálið sem um ræðir henti betur annarri sérhæfingu en þeirri sem hann býr yfir.

Þriðja æviskeiðið felur oft í sér áskoranir og breytingar á lífi sem fólk þarf stuðning til að mæta. Sérfræðingar hjá Samskiptastöðinni veita félagslega ráðgjöf, sálfræðiaðstoð og lögfræðiráðgjöf til eldra fólks og aðstandenda þeirra.

Slík þjónusta getur m.a. falist í ráðgjöf varðandi búsetu og þjónustu, stuðningi til fólks með heilabilunarsjúkdóma og aðstandenda þeirra, aðstoð við að takast á við ástvinamissi og/eða færniskerðingu og sálfræðihjálp vegna kvíða og depurðar. Samskiptastöðin býður einnig upp á handleiðslu fyrir starfsfólk og stjórnendur í öldrunarþjónustu.

Verð: Sjá verðskrá samskiptastöðvarinnar.