Vinnustaðir

Faghandleiðsla

Hér fyrir neðan má sjá framboð sem við höfum upp á að bjóða.

Handleiðsla er aðferð sem hjálpar einstaklingi, einum eða í hópi, til þess að þroskast í starfi. Markmiðið er að einstaklingurinn geti nýtt hæfni sína betur í starfi.

Handleiðsla hjálpar einstaklingi að greina á milli einkalífs og starfs og beita faglegum aðferðum og stuðlar þannig að auknum gæðum þjónustunnar. Í handleiðslu skoðar einstaklingurinn einnig markmið vinnustaðarins og samskipti á vinnustað með uppbyggingu hans að leiðarljósi með það að markmiði að honum líði betur í starfi, njóti þess betur og veiti betri þjónustu.

Handleiðsluviðtöl fara fram í húsnæði Samskiptastöðvarinnar í Skeifunni 11a eða í gegnum fjarviðtal. Einnig geta handleiðarar komið á vinnustaði með hóphandleiðslu, eftir þörfum.

Hóphandleiðsla

Markmiðið með hóphandleiðslu er að hver og einn starfsmaður í vinnuhópnum nýti hæfni sína betur í starfi og að hópurinn sem heild nái að auka gæði þjónustunnar. Í hóphandleiðslu er unnið með hin ýmsu mál sem starfshópurinn vill vinna með s.s. krefjandi verkefni sem starfshópurinn vinnur að saman eða samskipti, stefnumótun, vinnulag og álags- og streituvarnir. Hópurinn hittir handleiðarann 2-4 sinnum á hverri önn. Í handleiðslunni fara umræður fram í trúnaði.

Stjórnendahandleiðsla

Stjórnendahandleiðsla er allt frá því að vera tímabundin vegna sérstakra aðstæðna eða verkefna, yfir í að vera langtímaverkefni sem liður í starfsþróun. Stjórnendur hafa oft óskir um að efla sig í einstökum þáttum stjórnendahlutverksins, fá stuðning í krefjandi starfsmannamálum eða þegar um erfiðleika er að ræða í starfshópnum og fara yfir skref í breytingastjórnun.

Hjá okkur starfa reynslumiklir félagsráðgjafar og þroskaþjálfar sem hafa áratuga reynslu af störfum við velferðarþjónustu. Við sinnum félagslegri ráðgjöf, gerum kannanir, áætlun um meðferð máls, komum inn í þung mál, skýrslutökur fyrir barnahúsi, sinnum talsmannshlutverki, stuðningsþjónustu s.s. liðveislu og ráðgjöf við foreldra svo eitthvað sé nefnt. Allir sérfræðingar okkar sækja reglulega handleiðslu og starfa í sterku faglegu baklandi.

Tökum að okkur verkefni um allt land. Við mætum á staðinn eða bjóðum upp á fjarviðtöl í gegnum Köru Connect í öllum okkar úrræðaflokkum. Bjóðum einnig verktöku með pólskumælandi félagsráðgjafa.

Frekari upplýsingar í síma: 419-0500 eða hjá Írisi Eik Ólafsdóttur, framkvæmdarstjóra, iris@samskiptastodin.is

Markmiðið með hóphandleiðslu er að hver og einn starfsmaður í vinnuhópnum nýti hæfni sína betur í starfi og að hópurinn sem heild nái að auka gæði þjónustunnar. Í hóphandleiðslu er unnið með hin ýmsu mál sem starfshópurinn vill vinna með s.s. krefjandi verkefni sem starfshópurinn vinnur að saman eða samskipti, stefnumótun, vinnulag og álags- og streituvarnir. Hópurinn hittir handleiðarann 2-4 sinnum á hverri önn. Í handleiðslunni fara umræður fram í trúnaði.

Stjórnendahandleiðsla er allt frá því að vera tímabundin vegna sérstakra aðstæðna eða verkefna, yfir í að vera langtímaverkefni sem liður í starfsþróun. Stjórnendur hafa oft óskir um að efla sig í einstökum þáttum stjórnendahlutverksins, fá stuðning í krefjandi starfsmannamálum eða þegar um erfiðleika er að ræða í starfshópnum og fara yfir skref í breytingastjórnun.

Sáttamiðlun er aðferð til að leysa fjölskyldudeilur og skilnaðarmál þar sem tveir eða fleiri aðilar taka sjálfviljugir þátt. Með aðstoð óháðs og hlutlauss sáttamiðlara komast aðilar sjálfir að samkomulagi um lausn ágreiningsins sem þeir meta viðunandi fyrir alla í gegnum skipulagt og mótað ferli.

Sáttamiðlun fylgir yfirleitt þessu ferli:

 • Aðilar sammælast um að leysa ágreining sinn með hjálp sáttamiðlunar
 • Aðilar hittast ásamt sáttamiðlara
 • Sáttamiðlari stýrir sáttafundi
 • Sáttamiðlari er hlutlaus, óhlutdrægur og sjálfstæður
 • Sáttamiðlari stuðlar að jafnræði með aðilum og sýnir þeim virðingu
 • Aðilar útskýra hvor fyrir öðrum þeirra upplifun af vandanum eða deilunni
 • Hagsmunir og þarfir aðila eru ræddar
 • Möguleikar að lausn eru settir upp
 • Lausnin byggist upp á umræðum aðilanna
 • Komist er að samkomulagi í sameiningu
 • Allir þátttakendur eru bundnir trúnaði um það sem fram kemur í
 • sáttamiðluninni
 • Sáttamiðlun lýkur annaðhvort með því að aðilar komast að samkomulagi um lausn á ágreiningi sínum eða með því að slíta sáttamiðluninni en allir aðilar sem og sáttamiðlari getur óskað eftir því að sáttamiðlunarferli sé lokið.

Greiðsla á þóknun sáttamiðlara og kostnaður í tengslum við sáttamiðlunina skiptist til helminga á milli aðila nema um annað sé samið.

Sérhæfum okkur í samskiptavanda á vinnustöðum. Bjóðum upp á fræðslu fyrir vinnuhópa um samskipti og vinnuvernd. Einnig gerum við úttektir á samskiptavanda á vinnustöðum. Auk þess er í boði að vera með stuðningsviðtöl fyrir einstaka starfsmenn eða vinnuhópa. Erum ráðgefandi varðandi mannauðsmál, vinnuvernd, verklag, stefnumótun, ferla- og gæðastjórnun. Gerum þjónustusamninga við stofnanir og fyrirtæki varðandi fræðslu og stuðning út frá óskum vinnustaðarins.

Við starfslok er að mörgu að hyggja. Mikilvægt er fyrir einstaklinga sem eru að nálgast starfslok að fá tækifæri til að undirbúa þessi tímamót vel. Góður undirbúningur og réttu upplýsingarnar geta dregið úr óvissu og aukið lífsgæði. Félagsráðgjafar Samskiptastöðvarinnar fara yfir réttindamál, líðan og kynna margvíslega iðju með það að markmiði að stuðla að ánægjulegum starfslokum.