Aðstandendanámskeið fanga

Námskeið fyrir Aðstandendur fanga ​markmið

Markmið námskeiðsins er að veita aðstandendum skýrari sýn á þá flóknu stöðu sem fylgir því að eiga einhvern að sem glímir við geðrænan vanda.

Farið er í það hjálparleysi sem algengt er að aðstandendur upplifa samhliða veikindum. Kenndar eru hjálplegar leiðir til stuðnings og bjargráð fyrir aðstandendur.

Það að taka þátt í hópi sem þessum gefur aðstandendum tækifæri til þess að ræða stöðu sína við jafningja samhliða því að fá fræðslu og stuðning fagfólks.

LEIÐBEINENDUR

Íris Eik Ólafsdóttir réttarfélagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur.
Kristín Lilja Diðriksdóttir félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur.

Þær hafa báðar starfsreynslu af störfum með fólki með geðraskanir og aðstandendum þeirra.

HVAR, HVENÆR OG VERÐ

12-14 manna hópur aðstandenda.

Námskeiðið stendur yfir í 3 vikur.

Miðvikudögum frá kl: 14:30-16:00.

Staðsetning: Samskiptastöðin, Skeifunni 11b, 108 Reykjavík 2. hæð fyrir
ofan Lyfju.

Verð: er skv. verðskrá Samskiptastöðvarinnar og veittur er 10% afsláttur þegar 2 eða fleiri þátttakendur skrá sig saman.

Flest stéttarfélög taka þátt í kostnaði vegna námskeiða. Við hvetjum fólk til að kanna sinn rétt til endurgreiðslu.

Ekki verða haldin fleiri námskeið á þessari önn en hægt er að skrá sig á biðlista fyrir námskeið sem haldin verða haustið 2022:

Skráning: Netfang: samskiptastodin.is eða í síma 419-0500.

Ef óskað er eftir frekari upplýsingum um námskeiðið vinsamlegast hafið samband við Samskiptastöðina í síma 419-0500 eða sendið tölvupóst á samskiptastodin@samskiptastodin.is

Einnig er hægt að fá einstaklings- eða fjölskylduviðtal fyrir eða eftir námskeiðið sé þess óskað. Viðtöl eru ekki innifalin í verði námskeiðs.