Líney Úlfarsdóttir

Greining og meðferð á sálrænum vanda hjá fullorðnum og öldruðum.
Kvíði
Þunglyndi
Lágt sjálfsmat
Sorg
Streita, álag og kulnun
Handleiðsla
Samskiptavandi á vinnustöðum
Stuðningur og ráðgjöf við einstaklinga með heilabilun og aðstandendur þeirra
Fræðsla og ráðgjöf til stofnanna varðandi öldrunarmál, krefjandi samskipti og mannauðsmál

Líney útskrifaðist með BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2003 og með Cand Psych gráðu í sálfræði árið 2006 frá Háskólanum í Árósum og fékk starfsleyfi sálfræðings það sama ár. Líney hefur yfir 15 ára starfsreynslu hjá Reykjavíkurborg þar sem hún hefur sinnt klínískum störfum með fullorðnum, með sérstakri áherslu á öldrunarmál og velferðarþjónustu. Eins hefur hún tekið að sér stundakennslu hjá Háskóla Íslands og leiðbeint sálfræðinemum með lokaritgerðir hjá Háskólanum á Akureyri, Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík.

Líney hefur í starfi sínu hjá Reykjavíkurborg jafnframt sinnt handleiðslu starfsmanna og unnið við lausn samskiptavanda hjá stofnunum Reykjavíkurborgar auk fræðslu og ráðgjafar hjá ýmsum stofnunum og félagasamtökum.