Helga Lára Haarde

Helga Lára lauk BS námi í sálfræði við Háskóla Íslands árið 2009 og MS gráðu í félags- og vinnusálfræði frá sama skóla árið 2011. Hún útskrifaðist með MS gráðu í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2023 og fékk starfsleyfi í kjölfarið.

Helga Lára hefur hefur langa starfsreynslu sem sérfræðingur í mannauðsmálum þar sem hún sinnti m.a. eineltis- og áreitnismálum. Einnig hefur hún starfað við háskólakennslu, rannsóknarstörf og umönnun barna og fatlaðra.

Helga Lára sinnir greiningu og meðferð á sálrænum vanda hjá fullorðnum og ungmennum. Hún beitir fyrst og fremst aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) við greiningu og meðferð. Hún styðst við gagnreynd mælitæki til að mæla árangur meðferðar.

Helga Lára sérhæfir sig í
Kvíða
Félagsfælni
Þunglyndi
Lágt sjálfsmat
Streita, álag, kulnun
Fullkomnunaráráttu