Ellen Svava Guðlaugsdóttir

Ellen Svava útskrifaðist úr félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands 1999 og lauk rannsóknartengdu meistaranámi í félagsráðgjöf frá sama skóla árið 2020. Ellen hefur lokið fjölda námskeiða og má þar nefna Attachment based family therapy (2021), Compassion focused therapy (2020) og Motivational interviewing (2017).

Ellen hefur víðtæka reynslu í félagsráðgjöf frá ríki og sveitarfélögum, sérstaklega sem snýr að börnum og fjölskyldum. Hún hefur starfað á geðdeild, við velferðarþjónustu og barnavernd ásamt meðferðarvinnu með börn og fjölskyldur þeirra.

Ellen hefur starfsleyfi í félagsráðgjöf frá Embætti Landlæknis frá árinu 1999.

Einstaklingsmeðferð
Fjölskyldumeðferð
Samskiptavandi í fjölskyldum
Tengslavandi innan fjölskyldu
Sinnir vanda vegna barna og ungmenna
Uppeldisráðgjöf