Þjá­ist þú af þrálátri þreytu, verkj­um, svefn­vanda, maga­vanda­mál­um eða öðrum þrá­lát­um lík­am­leg­um ein­kenn­um? Á þess­um orðum hefst aug­lýs­ing þar sem fólki býðst að taka þátt í rann­sókn El­ín­ar Brodda­dótt­ur, hannaðri til að finna leiðir til að tak­ast á við lík­am­lega verki. Elín vinn­ur á Sam­skipta­stöðinni sem klín­ísk­ur sál­fræðing­ur og sinn­ir þar bæði ung­menn­um og full­orðnum en er einnig í hluta­starfi hjá Há­skól­an­um í Reykja­vík sem rann­sak­andi. Rann­sókn­in er unn­in í sam­starfi við Oxford-há­skóla og Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins.

Að minnka van­líðan

„Við erum að þróa og ár­ang­urs­meta nýja hug­ræna at­ferl­is­meðferð við þrá­lát­um lík­am­leg­um ein­kenn­um. Þessi ein­kenni eiga sér oft óljósa út­skýr­ingu; kannski var það slys eða sýk­ing og ein­hvern veg­inn náði fólk sér ekki og enn aðrir vita ekk­ert hvaðan ein­kenn­in koma,“ seg­ir Elín og nefn­ir að enn aðrir upp­lifi ein­kenni vegna vefjagigt­ar eða iðra­ólgu, sem er óljóst hvers vegna kvikn­ar.

„Þetta er hóp­ur­inn sem við erum að ein­blína á, og af því eng­in lík­am­leg út­skýr­ing finnst hafa lækn­ar tak­markaða meðferðarmögu­leika. Verkjalyf eru gef­in við verkj­um en ekki er unnið með or­sök­ina því hún finnst ekki,“ seg­ir Elín.

„Fólk verður kvíðið og þung­lynt yfir þess­ari aðstöðu að ekki finnst nein skýr­ing, fyr­ir utan það að þurfa að lifa með ein­kenn­um. Meðferðin okk­ar snýst um að minnka þessa van­líðan og auka virkni. Fókus­inn er á and­legu hliðina með von um að fólk nái ein­hverri stjórn á ein­kenn­un­um þannig að þau stýri ekki lífi fólks.“

Styrk­ur í fjöld­an­um

Hver rann­sókn nær yfir átta vik­ur en fylgst var með þátt­tak­end­um í þrjá mánuði. Í hóp­un­um fann fólk fyr­ir styrk í fjöld­an­um að sögn El­ín­ar.

„Það var hugs­un­in á bak við að hafa hópa, því fólk upp­lif­ir sig svo eitt og finnst að eng­inn skilji það. Í hópn­um hitt­ir fólk aðra sem eru að upp­lifa svipaða hluti og deil­ir sög­um sín­um, sem geta þá hjálpað hinum,“ seg­ir hún.

„Við ein­blín­um á sex ein­kenna­gerðir; þreytu, verki, svefn­vanda, melt­ing­ar­færa­vanda, óút­skýrða brjóst­verki og svima og heilaþoku,“ seg­ir Elín, en rann­sak­end­ur vinna út frá kenn­ing­um hug­rænn­ar at­ferl­is­meðferðar.

Nú vant­ar El­ínu tvo nýja hópa til að halda áfram með rann­sókn sína. Áhuga­sam­ir geta fundið upp­lýs­ing­ar á Face­book-síðu Sam­skipta­stöðvar­inn­ar og Face­book-síðu Heilsu­gæsl­unn­ar. Einnig má senda tölvu­póst á el­inb@ru.is.

„Fólk er byrjað að streyma til okk­ar en okk­ur vant­ar fleiri.“