Sigrún ÓlafsdóttirSálfræðingur

Greining og meðferð á sálrænum vanda fullorðinna
Þrálát líkamleg einkenni samhliða sálrænum vanda
Örmögnun, álag, streita og kulnun
Almennur kvíði
Heilsukvíði
Þunglyndi
Lágt sjálfsmat

Sigrún lauk Cand. psych prófi frá Háskóla Íslands árið 2008 og hlaut
starfsleyfi sem sálfræðingur sama ár. Sigrún hefur undanfarin ár lagt
stund doktorsnám í sálfræði við Háskólann í Reykjavík þar sem hún hefur
rannsakað samspil þrálátra líkamlegra einkenna og sálrænna þátta.
Sigrún hefur víðtæka reynslu af greiningu og meðferð sálræns vanda bæði
á Íslandi og í Svíþjóð. Hún notast við hugræna atferlismeðferð og hefur
meðal annars unnið innan réttarvörslukerfisins á Íslandi, verið
deildarsálfræðingur fyrir tvær innlagnardeildar á sjúkrahúsi í
Stokkhólmi og unnið á göngudeild fyrir fólk með margvíslegan geðrænan
vanda.
Samhliða doktorsnámi hefur Sigrún komið að kennslu við Háskólann í
Reykjavík og sá auk þess að veita nemendum skólans sálfræðiþjónustu um
tíma. Kennslureynsla Sigrúnar hefur meðal annars falist í því að veita
meistaranemum í klínískri sálfræði reglulega hóphandleiðslu og leiðbeina
MA og BA nemendum í sálfræði við lokaverkefni sín.

 

Bóka tíma hjá Sigrúnu:

 

Hleð inn ...
Hafðu samband

Sendu okkur skilaboð

Ekki læsilegt? Skipta um texta. captcha txt