Sigrún JúlíusdóttirFélagsráðgjafi, fjölskyldufræðingur, einstaklingsþerapisti og handleiðari.
  • Einstaklingsmeðferð
  • Fjölskyldumeðferð
  • Parameðferð- og hjónabandsmeðferð
  • Uppeldisráðgjöf
  • Skilnaðarráðgjöf
  • Handleiðsla fagfólks og stjórnenda.

   

  Sigrún Júlíusdóttir hefur unnið meðferðarstarf  með einstaklingum og fjölskyldum um áratuga skeið, á eigin stofu, Tengsl frá 1982 (http://sigjul.internet.is) samhliða kennslu og rannsóknum við Háskóla Íslands frá 1990.  Hún hefur einnig skipulagt og kennt diplómaleiðir í handleiðslu í HÍ,  og í fjölskyldumeðferð við Endurmenntunarstofnun HÍ.  Rannsóknir hennar hafa m.a. beinst að velferð barna og fjölskyldna m.a.  í skilnaðarmálum.

  Sigrún útskrifaðist sem félagsráðgjafi, frá Háskólanum í Lundi, Svíþjóð árið 1970

  • lauk fil. kand. próf í félagsvísindum frá Háskólanum í Stokkhólmi, 1972;
  • lauk klínísku framhaldsnámi, MSW, í hjóna-og fjölskyldumeðferð í Bandaríkjunum, frá University  of  Michigan, 1978;
  • mótaði ásamt fleirum og stundaði nám í handleiðslufræðum og -tækni á vegum Geðdeildar Landsspítalans og Institutet i familjeterapi í Gautaborg,  1980-´85;
  • lauk námi í einstaklingsmeðferð (leg. psykoterapeut) frá sálfræðideild Háskólans í Gautaborg, til löggildra meðferðarréttinda frá sænska Socialstyrelsen, 1989
  • lauk doktorsprófi  í fjölskyldufræðum frá félagsráðgjafardeild Háskólans í Gautaborg.

   

  Sigrún hefur leyfi í félagsráðgjöf frá íslenska heilbrigðisráðuneytinu frá 1975 og leyfi

  Landlæknis til að starfa sjálfstætt að meðferð/heilbrigðisþjónustu á stofu frá 1982.

  Hafðu samband

  Sendu okkur skilaboð