
Thelma Björk Guðbjörnsdóttir
- Position :Félagsráðgjafi, faghandleiðari
- Email :
Thelma útskrifaðist með MA próf í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands 2013 og fékk starfsleyfi sama ár. Thelma hefur áratuga reynslu af ráðgjöf og stuðningi við fjölskyldur og ungmenni sem eru að takast á við flókinn og fjölþættan vanda og að veita starfsfólki sem kemur að þjónustu við börn og ungmenni handleiðslu og stuðning.
Thelma hefur boðið uppá PMTO einstaklings og hópmeðferð frá árinu 2014, en sú meðferð miðar að því að efla færni foreldra við að takast á við flókin verkefni foreldrahlutverksins. Þá hefur hún einnig góða þekkingu og reynslu af stuðningi við einstaklinga sem eiga við fjölþættan vanda að stríða.
Thelma hefur verið að sinna meðferðarvinnu einstaklinga í sjálfsskaða og sjálfsvígshættu hjá Píeta samtökunum ásamt stuðningsviðtölum og sorgarúrvinnslu fyrir aðstandendur.
Thelma hefur sótt menntun í handleiðslu við Háskóla Íslands og veitir faghandleiðslu til fagaðila og fósturforeldra. Thelma býr yfir fjölþættri starfsreynslu í barnavernd og félagsþjónustu sem og stjórnunarreynslu.
Thelma sækir eigin handleiðslu á sínum sérsviðum með það að markmiði að tryggja gæði þeirrar þjónustu sem hún veitir.