
Sólveig Einarsdóttir
- Position :Sálfræðinemi
Sólveig Einarsdóttir lauk Bs-námi í sálfræði við Háskóla Íslands vorið 2022.
Hún er meistaranemi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík og mun útskrifast þaðan vorið 2026 sem klínískur sálfræðingur.
Sólveig er í starfsnámi hér á Samskiptastöðinni ásamt því að vinna að meistaraverkefni sínu sem snýr að því að rannsaka hugræna og atferlisfræðilega þætti einkenna sem fram koma í almennri kvíðaröskun.
Í meistaranáminu hefur Sólveig meðal annars haldið hópnámskeið fyrir foreldra barna með kvíða. Áður en hún hóf núverandi nám starfaði hún á geðsviði Landspítala og á geðeiningu fyrir eldra fólk.