Solveig B. Sveinbjörnsdóttir

Einstaklingsmeðferð
Áföll og tengslavandi
Samskiptavandi og meðvirkni
Faghandleiðsla
Ofbeldi í fjölskyldum
Jafnréttismál – kynjajafnrétti og samþætting
Almenn verktaka í félagsráðgjöf

Solveig Björk útskrifaðist sem félagsráðgjafi frá Háskóla Íslands árið 1999 og með MA í alþjóðasamskiptum með áherslu á sáttamiðlun og úrlausn flókinni ágreiningsmála frá Queensland háskóla í Ástralíu árið 2013.

Solveig er með áralanga reynslu í starfi á velferðarsviði með áherslu á barna og fjölskylduvernd og í málefnum flóttafólks bæði hér á landi og erlendis. Í starfi sínu hefur Solveig einnig lagt áherslu á kynjajafnrétti, sáttamiðlun, samþættingu og stefnumótun í friðaruppbyggingu og velferðarþjónustu. Solveig hefur starfað sem sérfræðingur víða um heim fyrir Barnahjálp, Flóttamannastofnun og UNWomen og unnið að margvíslegum verkefnum tengt Þúsaldar og Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Hún hefur sótt fjölda námskeiða á sviði barnaverndar, kynjajafnréttis, í sálfélagslegum stuðningi og áfallastreitu ásamt því að veita námskeið og handleiða félagsráðgjafa í starfi.

Undanfarin ár starfaði Solveig hjá Reykjavíkurborg í barna- og fjölskyldumálum. Samhliða starfi sínu hjá Samskiptastöðinni starfar hún í dag sem meðferðaraðili hjá Geðheilsuteymi fjölskylduvernd hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og stundar nám á meistarastigi í fjölskyldumeðferð hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Einnig er hún stundakennari, prófdómari og handleiðari fyrir BA og MA nema við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands.

Solveig Björk er með starfsleyfi í félagsráðgjöf frá Embætti landlæknis frá 1999.