Sigrún Ólafsdóttir Flóvenz

Greining og meðferð á sálrænum vanda fullorðinna
Þrálát líkamleg einkenni samhliða sálrænum vanda
Örmögnun, álag, streita og kulnun
Almennur kvíði
Heilsukvíði
Þunglyndi
Lágt sjálfsmat

Sigrún lauk Cand. psych prófi frá Háskóla Íslands árið 2008 doktorsprófi í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2021.

Sigrún hefur víðtæka reynslu af greiningu og meðferð sálræns vanda bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Hún hefur meðal annars unnið innan réttarvörslukerfisins á Íslandi, verið deildarsálfræðingur fyrir tvær innlagnardeildar á sjúkrahúsi í Stokkhólmi, unnið á göngudeild fyrir fólk með margvíslegan geðrænan vanda, séð um sálfræðiþjónustu fyrir háskólanema og veitt sálfræðinemum í þjálfun handleiðslu.

Á undanförnum árum hefur Sigrún lagt stund á rannsóknir í sálfræði og komið að kennslu við Háskólan í Reykjavík.