Sigrún Jóhannesdóttir

Árið 1996 lauk Sigrún BS prófi í afbrotafræði frá Niagara University, New York. Með námi vann Sigrún við löggæslu bæði hérlendi og erlendis.

Frá árinu 1996 til 2001 starfaði Sigrún sem fulltrúi bæði hjá Lögreglunni í Reykjavík og Ríkislögreglustjóra. Starfaði hún m.a. við tölfræðilegar rannsóknir, rannsóknarstörf og löggæslu.

Frá árinu 2003 hefur Sigrún starfað sem sérfræðingur í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf hjá Fjölskyldu- og barnamálasviði Hafnarfjarðar og þá sérstaklega hjá barnavernd.

Mest hefur Sigrún starfað við tilsjón á heimili, uppeldiráðgjöf, foreldrafræsðslu, séð um óboðuð og boðuð eftirlit, eftirlit með umgengni í barnaverndarmálum, stuðning við flóttamenn og hælisleitendur og sem persónulegur ráðgjafi. Árið 2006 sat Sigrún PMT foreldrafærnisnámskeið á vegum Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar.

Auk þess PMTO grunnmentun frá ágúst til nóvember 2019.
Árið 2021 sat Sigrún námskeið á vegum Tengslamat Ráðgjöf og Rannsóknir fyrir starfsfólk sem fer með eftirlitmeð umgengni.