Ösp Árnadóttir

Ösp Árnadóttir er klínískur sálfræðingur barna- og ungmenna á Samskiptastöðinni. Hún útskrifaðist 2012. Hún hefur unnið innan heilbrigðiskerfisins síðan þá, með börnum og ungmennum með miðlungs til þungan vanda í Bretlandi, Svíþjóð og á Íslandi. Ösp hefur einnig sinnt kennslu, meðal annars í Háskóla Íslands sem og Háskóla Reykjavíkur.

Samhliða starfi sínu hjá Samskiptamiðstöðinni vinnur Ösp sem sálfræðingur og við þróun á Geðheilsumiðstöð Barna.

Ösp hefur lokið námskeið í DAM hópameðferð, ACT meðferð fyrir unglinga sem og margvíslegum vinnustofum í Hugrænni atferlismeðferð en hún styðst að mestu leiti við Hugræna atferlismeðferð í vinnu sinni með börnum. Ösp hefur reynslu af að vinna með börnum með sjálfsmyndarvanda, erfiðleika með tilfinningastjórnun, sjálfsskaðandi hegðun og sjálfsvígshugsanir, þunglyndi, kvíða og fælni sem og erfiðleika í félagslegum samskiptum og / eða erfiðleika í félagslegu umhverfi.

Hvað hópmeðferðir varðar þá hefur Ösp veitt DAM hópmeðferðir og Hjálp fyrir kvíðin börn hópmeðferðir. Ösp notar mikið efnið úr Hjálp fyrir kvíðin börn með foreldrum barna með kvíða og DAM í einstaklingsvinnu þegar það er við hæfi.
Ösp sinnir greiningu og meðferð við tilfinningavanda barna- og unglinga ásamt foreldra- og uppeldisráðgjöf til foreldra barna með kvíða. Ösp býður gamla sem og nýja skjólstæðinga velkomna.