Ísak Aron Sigurðarson
- Position :Sálfræðingur
- Email :
Greining og meðferð á sálrænum vanda hjá fullorðnum
Kvíði
Félagsfælni
Þunglyndi
Lágt sjálfsmat
Sorg
Streita og álag
Ísak Aron útskrifaðist með BSc gráðu í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2018. Hann lauk viðbótardiplómu í heilbrigðisvísindum með sérhæfingu í sálræn áföll og ofbeldi frá Háskólanum á Akureyri árið 2019. Hann útskrifaðist með MSc gráðu í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2021 og fékk starfsleyfi í kjölfarið. Ísak var í starfsnámi hjá Heilsugæslu Höfðuborgarsvæðisins og Sálfræðiþjónustu Háskólans í Reykjavík. Ísak hefur reynslu af starfi með fjölbreyttum hópi einstaklinga á öllum aldri með fjölþætt og flókin vandamál, svo sem öldruðum og heilabiluðum, einstaklingum með alvarlegan geðrænan vanda, vitsmuna- og þroskahömluðum fullorðnum og börnum á einhverfurófi.