Íris Eik Ólafsdóttir
- Position :Framkvæmdastjóri og eigandi
- Email :
Parameðferð/ hjónabandsmeðferð
Trúnaðarbrestur í parsambandi/ framhjáhald
Ofbeldi í fjölskyldum
Sáttamiðlun
Faghandleiðsla og stjórnendaþjálfun
Fræðsla og ráðgjöf um samskipti á vinnustöðum, mannauðsmál, vinnuvernd, ferla- og gæðastjórnun
Almenn verktaka í félagsráðgjöf
Yfir 20 ára starfsreynsla á sviði velferðar- og réttarvörslukerfis bæði við meðferðar- og stjórnendastörf. Hún kennir réttarfélagsráðgjöf við HÍ og í diplómaleið í fjölskyldumeðferð við Endurmenntun HÍ.
Íris Eik útskrifaðist sem félagsráðgjafi frá Háskóla Íslands árið 2003 og sem fjölskyldufræðingur frá endurmenntun Háskóla Íslands árið 2018. Hún er einnig með meistaragráðu frá Háskóla Íslands í réttarfélagsráðgjöf frá árinu 2010 og framhaldsmenntun í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla frá árinu 2011. Auk þess er hún sáttamiðlari frá Sáttamiðlaraskólanum frá árinu 2019.
Íris Eik er með eftirfarandi leyfi frá Embætti landlæknis: Starfsleyfi í félagsráðgjöf frá 2003, leyfi til að starfrækja heilbrigðisþjónustu frá 2014 og sérfræðileyfi í réttarfélagsráðgjöf frá 2018.