Ingibjörg Gyða Guðrúnardóttir

Ráðgjöf vegna fötlunar
Faghandleiðsla
Ráðgjöf vegna þroskaraskana
Verktaka í þroskaþjálfun

Áratuga reynsla í fjölþættum stuðningi og ráðgjöf í málaflokki fatlaðs fólks. Víðtæk þekking í að vinna með fjölskyldum fatlaðra barna og ungmenna, í teymisvinnu og ráðgjöf þar sem t.d. er tekist á við langvinn veikindi, fötlun eða þroskavanda. Löng starfsreynsla í velferðarþjónustu.

Ingibjörg útskrifaðist sem þroskaþjálfi frá Þroskaþjálfaskóla Íslands árið 1992. Árið 2004 lauk hún viðbótarnámi til BA gráðu frá Kennaraháskóla Íslands. 2006 lauk Ingibjörg diplómu í fötlunarfræði frá Háskóla Íslands. Ingibjörg hefur setið fjöldann allan af námskeiðum er tengjast málefnum fatlaðs fólks og námskeiðum í velferðarþjónustu. Árið 2019 lauk hún fimm daga námskeiði hjá University of North Carolina í TEACCH Autism program – Services Across the Lifespan.