Erna Björk Einarsdóttir

Greining og meðferð á sálrænum vanda hjá fullorðnum
Kvíði
Félagsfælni
Þunglyndi
Lágt sjálfsmat
Sorg
Streita, álag og kulnun

Erna Björk útskrifaðist með BS í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2016 og Msc gráðu í klínískri sálfræði árið 2020 og fékk starfsleyfi sama ár. Í námi sínu öðlaðist hún fjölbreytta reynslu undir handleiðslu reyndra sálfræðinga á fjórum ólíkum stöðum: Domus Mentis – geðheilsustöð, Sálfræðiþjónusta Háskólans í Reykjavík, Barnaspítala Hringsins og Þunglyndis-og kvíðateymi Landspítalans.

Samhliða starfi sínu hjá Samskiptastöðinni vinnur hún sem sálfræðingur hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem hún sinnir greiningu og meðferð á sálrænum vanda fullorðinna. Áður vann hún við atferlisþjálfun barna með ADHD, einhverfu, þroskahamlanir, hegðunarvanda og ráðgjöf við foreldra.