Ásthildur E. Erlingsdóttir

Greining og meðferð á sálrænum vanda hjá börnum
Kvíði
Félagsfælni
Þunglyndi
Lágt sjálfsmat
Sorg
Foreldra-og uppeldisfræðsla

Ásthildur E. Erlingsdóttir er klínískur sálfræðingur barna- og ungmenna á Samskiptastöðinni. Hún útskrifaðist með BA gráðu í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri 2015, Diplómu í heilbrigðisfræðum 2016 og MSc gráðu í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2020 ásamt því að fá starfsleyfi sama ár. Ásthildur er einnig með nám í Uppeldis- og menntunarfræðum frá Háskóla Íslands. Í starfsnáminu fékk Ásthildur fjölbreytta reynslu og handleiðslu hjá reyndum handleiðurum í greiningu og meðferð barna- og fullorðina hjá Heilsugæslu Höfðuðborgarsvæðisins, Heilbrigðisstofnun Vesturlands og Reykjalundi, en eftir útskrift hefur hún aðallega starfað hjá heilsugæslunni.
Samhliða starfi sínu hjá Samskiptamiðstöðinni vinnur Ásthildur sem sálfræðingur barna- og ungmenna hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins.
Ásthildur sinnir greiningu og meðferð við tilfinningavanda barna- og unglinga ásamt foreldra- og uppeldisráðgjöf.