Alda Dís Arnardóttir

Alda hefur reynslu af því að veita meðferð við þunglyndi, kvíða, áfallastreitu, lágu sjálfsmati, áfengisvanda og sálrænni vanlíðan í kjölfar líkamlegra veikinda. Auk þess hefur Alda reynslu af sálrænum stuðningi við aðstandendur einstaklinga með heilabilun.

Alda Dís útskrifaðist með BA í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2021 og MSc gráðu í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2024, hún fékk starfsleyfi sálfræðings sama ár. Alda leggur áherslu á hugræna atferlismeðferð (HAM) í sinni meðferð sem sálfræðingur. Í námi sínu öðlaðist hún fjölbreytta reynslu undir handleiðslu reyndra sálfræðinga og sótti starfsnám hjá Reykjavíkurborg, Reykjalundi og Áfallateymi Landspítala. Hún fékk handleiðslu í kennslu námskeiðsins ,,Foreldramiðað HAM” hjá Austurmiðstöð Reykjavíkurborgar sem er námskeið fyrir foreldra barna á aldrinum 5-12 ára sem sýna einkenni kvíða. Í meistararannsókn sinni rannsakaði Alda upplifun þolenda kynferðisofbeldis af því að opna sig um ofbeldið á samfélagsmiðlum. Þá skoðaði hún m.a. hvað leiddi til ákvörðunarinnar að segja frá með þeim hætti og hvaða afleiðingar sú ákvörðun hafði fyrir þolendur.

Samhliða starfi á Samskiptastöðinni starfar Alda í sálfræðiþjónustu vefrænna deilda Landspítala á Landakoti þar sem hún veitir m.a. einstaklingum með heilabilunarsjúkdóma og aðstandendum þeirra sálfræðiaðstoð.

Alda hefur auk þess mikinn áhuga á heilsu og velferð barna og er jafnframt kórstjóri Barnakóra Guðríðarkirkju.