Margrét Vignisdóttir

Margrét Vignisdóttir lauk BS námi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík vorið 2023.

Í dag er hún meistaranemi í klínískri sálfræði við HR og mun útskrifast vorið 2025 sem klínískur sálfræðingur.

Samhliða starfsnáminu hér á Samskiptastöðinni mun hún vinna i meistaraverkefni sínu sem felst í því að rannsaka hvernig meðferðaraðferðin atferlisvirkjun virkar á fólk sem glímir við þunglyndi og er jafnframt greint með geðhvörf.

Í meistaranáminu hefur Margrét meðal annars haldið námskeiðið HAM við streitu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.