Margrét Vignisdóttir

Greining og meðferð á sálrænum vanda hjá fullorðnum og ungmennum eldri
en18 ára.

Þunglyndi
Kvíði
Sorg
Lágt sjálfsmat
Féglagsfælni
Streita og álag

Margrét Vignisdóttir útskrifaðist með MSc gráðu í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík vorið 2025 og hlaut starfsleyfi sem sálfræðingur sama ár. Hún vinnur með einstaklingum 18 ára og eldri, og veitir meðferð við vanda á borð við þunglyndi, kvíða, streitu, sorg og lágu sjálfsmati.

Margrét styðst við gagnreyndar aðferðir í sinni meðferð með áherslu á hugræna atferlismeðferð (HAM). Hún öðlaðist fjölbreytta reynslu í starfsnámi sínu á Samskiptastöðinni og á fíknigeðdeild Landspítalans.

Þar fékk hún þjálfun í greiningu og meðferð við margvíslegum sálrænum vanda og neysluvanda hjá fullorðnum. Á námstímanum leiddi hún einnig námskeiðið „HAM við streitu“ á heilsugæslunni.

Í meistaraverkefni sínu skoðaði Margrét hvernig atferlisvirkjun getur gagnast einstaklingum sem glíma við þunglyndi og eru jafnframt greindir með geðhvörf.

Hún hefur sérstakan áhuga á meðferð sem stuðlar að aukinni virkni og bættum lífsgæðum.