Elín Broddadóttir
- Position :Sálfræðiðngur - ungmenni og fullorðnir
- Email :
Greining og meðferð á sálrænum vanda hjá unglingum og fullorðnum
Kvíði
Þunglyndi
Lágt sjálfsmat
Áföll
Þrálát líkamleg einkenni samhliða sálrænum vanda
Streita, álag og kulnun
Elín útskrifaðist með BS í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2016, MSc gráðu í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2024 og hlaut í kjölfarið starfsréttindi sem klínískur sálfræðingur. Elín leggur áherslu á hugræna atferlismeðferð (HAM) og sinnir málum á borð við kvíða, þunglyndi, þrálát líkamleg einkenni, lágt sjálfsmat og áföll ásamt öðrum tilfinningalegum vanda. Í námi sínu öðlaðist hún fjölbreytta reynslu á greiningar- og meðferðarvinnu bæði með unglingum og fullorðnum. Hún var í starfsnámi hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Geðheilsumiðstöð barna og geðrofs- og samfélagsgeðteymi Landspítala.
Meistaraverkefni hennar fól í sér að árangursmeta hugræna atferlismeðferð í hóp við þrálátum líkamlegum einkennum og starfar hún enn við rannsóknir samhliða starfi sínu hjá Samskiptastöðinni. Undanfarin ár hefur Elín starfað við rannsóknir en hún hefur einnig lokið meistaranámi á félagsvísindasviði með áherslu á lýðheilsu og hnattræna heilsu. Elín hefur mikinn áhuga á heilsu og velferð barna og starfaði lengi í æskulýðsstarfi með börnum og unglingum á öllum aldri.