Náms-og starfsráðgjafi
Kennari með kennsluréttindi á öllum skólastigum Guðrún Helga Sederholm
Guðrún Helga Sederholm
- Position :Fræðslu-og skólafélagsráðgjafi
- Email :
Einstaklingsviðtöl
Uppeldisráðgjöf
Faghandleiðsla
Stefnumótun og þróunarvinna
Úttektir
Guðrún er með áratuga reynslu sem kennari, fræðslu-og skólafélagsráðgjafi auk þess að vera náms-og starfsráðgjafi. Hún hefur sinnt handleiðslu við kennara, stjórnendur, félagsráðgjafa og náms-og starfráðgjafa á öllum skólastigum. Hún hefur tekið að sér ráðgjöf við sveitarfélög vegna eineltis-og samskiptamála meðal starfmanna í skólum og á vinnustöðum. Auk þess hefur hún verið með ráðgjöf við foreldra vegna uppeldismála. Hún hefur unnið að rannsóknum fyrir Háskóla Íslands og sinnt úttektum á skólum og þróunarverkefnum fyrir menntamálaráðuneytið. Guðrún hefur komið að námskeiðshaldi og kennslu við HÍ, hjá Starfsmennt og víðar. Jafnframt hefur hún sinnt ráðgjöf við atvinnulausa á vegum Starfsmenntar.
Megináhersla er á heildræna nálgun, lausnarmiðaðar aðferðir, eflingu styrkleika og sjálfstæðis í starfi. Áhersla er á sjálfsöryggi og aukna samskiptahæfni. Áhersla er á skarpari fókus og markmiðssetningu varðandi áherslur í vinnu og einkalífi.
Guðrún er með starfsleyfi frá landlæknisembættinu og með sérfræðiréttindi frá heilbrigðisráðuneyti sem fræðslu-og skólafélagsráðgjafi.