Áratuga reynsla og þekking

Samskiptastöðin er sérhæfð meðferðarstöð sem leggur áherslu á að veita bestu meðferð sem völ er á við hvers kyns vanda sem lýtur að líðan og samskiptum fyrir einstaklinga, fjölskyldur, pör eða vinnustaði.

Við bjóðum upp á félagsráðgjöf, fjölskyldumeðferð, sálfræðimeðferð, sambands- og hjónabandsráðgjöf, uppeldisráðgjöf, sáttamiðlun vegna deilumála, handleiðslu fyrir fagfólk og stjórnendur, úttektir og úrræði vegna samskiptavanda á vinnustöðum auk hvers kyns verktöku fyrir barnaverndarnefndir og félagsþjónustur sveitafélaga.

Allir starfsmenn eru heilbrigðisstarfsmenn og hafa starfsleyfi frá Embætti landlæknis auk leyfis til að starfrækja heilbrigðisþjónustu. Við störfum eftir gagnreyndum aðferðum og siðareglum. Allir starfsmenn eru í reglulegri handleiðslu hjá sérfræðingum og sækja endurmenntun.  

Hvert viðtal er 50 mínútur og kostar viðtalstíminn 17.000 kr. eða samkvæmt tímagjaldi ef um lengri viðtöl er að ræða. Flest stéttarfélög niðurgreiða viðtöl hjá Samskiptastöðinni.

FJARVIÐTÖL

Fjölskyldu- og sálfræðingar okkar hafa góða reynslu af fjarviðtölum. Við aðstoðum þig við að tengjast okkur. Við notum veflausnir sem virkar á öllum tækjum. 

COVID-19

Ef þú ert með flensueinkenni þá skaltu óska eftir að viðtal fari fram í gegnum fjarbúnað, við leiðbeinum þér með það ferli eða færa viðtalstíma. Við gætum vel að smitvörnum. Herbergi eru sótthreinsuð milli viðtala og snertifletir sótthreinsaðir reglulega yfir daginn. Við getum tryggt 2ja metra regluna á biðstofu og í viðtölum þar sem viðtalsherbergi eru rúmgóð. Fólki er í sjálfsvald sett hvort það beri grímu í viðtali. 

Hafðu samband

Sendu okkur skilaboð