Fyrsti tíminn

Mörgum finnst tilhugsunin um að mæta í viðtal erfið. Því getur verið gott að vita á hverju þú getur átt von á þegar þú mætir í fyrsta skipti. Sumir óttast viðbrögð sín og finnst erfitt að hugsa til þess að hafa ekki stjórn á tilfinningum sínum. Allir sérfræðingar okkar eru vanir að ræða við fólk við allskonar aðstæður og finnst afar eðlilegt að fólki finnist stórt skref að mæta í viðtal.

Þegar þú kemur færðu þér sæti á biðstofu og bíður eftir að sérfræðingurinn sem þú átt tíma hjá kallar í þig. Í fyrsta tímanum getur þú gert ráð fyrir því að sérfræðingurinn fái upplýsingar frá þér. Hann mun byrja á að spyrja þig hvers vegna þú ákvaðst að leita þér aðstoðar núna, hve lengi vandinn hefur staðið yfir og hvernig hann truflar þitt daglega líf. Þú getur komið með allar þær upplýsingar sem þú vilt koma á framfæri. Í lok tímans er farið yfir hvaða meðferðarleiðir eru mögulegar. Ef þér líst á það er fundinn annar tími. Yfirleitt er hist aðra hvora viku þegar um sálfræðimeðferð er að ræða en í fjölskyldumeðferð er yfirleitt hist á tveggja vikna fresti til að byrja með og svo lengt á milli eftir því sem meðferðinni miðar áfram.  Í sáttamiðlun er ferlið með öðrum hætti sem þú getur  skoðað í umfjöllun um sáttamiðlun (Hafa link á sáttamiðlun hér) hér á síðunni.

Sérfræðingur Samskiptastöðvarinnar vísar einstaklingum eða fjölskyldum áfram á aðra sérfræðinga ef talið er að vandamálið sem um ræðir henti betur annarri sérhæfingu en þeirri sem hann  býr yfir.

Hafðu samband

Sendu okkur skilaboð