Olga Raczkowska

Félagsráðgjöf fyrir pólskumælandi

Almenn verktaka í félagsráðgjöf fyrir félagsþjónustur og barnaverndarnefndir.

Olga útskrifaðist með BA gráðu í félagsráðgjöf frá Háskólanum Íslands árið 2018. Hún lauk MA gráðu í félagsráðgjöf árið 2020 og fékk starfsleyfi sama ár. Í námi sínu öðlaðist hún fjölbreytta reynslu undir handleiðslu reyndra félagsráðgjafa m.a. hjá Íris Eik Ólafsdóttur sem einnig vinnur á Samskiptastöðinni og hjá Barnavernd Mosfellsbæjar. Til margra ára hefur hún unnið sem pólskur túlkur fyrir velferðarþjónustu. Frá árinu 2016 hefur hún unnið við félagsþjónustu og í dag starfar hún sem félagsráðgjafi hjá Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis samhliða starfi sínu hjá Samskiptastöðinni ehf.