Kristín EinarsdóttirFélagsráðgjafi og handleiðari

Einstaklingsmeðferð
Faghandleiðsla
Einstaklingshandleiðsla
Lífsstílshandleiðsla
Fjölskyldu og unglingaráðgjöf
Sinnir vanda vegna barna og ungmenna
Einhverfuráðgjöf
Almenn félagsráðgjöf

Kristín er félagsráðgjafi frá árinu 2004 og með diplómagráðu í
handleiðslufræðum frá árinu 2017 frá Háskóla Íslands. Kristín tekur að
sér handleiðslu fyrir fagfólk sem vinnur með börn og umhverfi þeirra,
t.d. félagsráðgjafa, kennara og námsráðgjafa. Einnig er boðið upp á
lífsstílshandleiðslu þar sem unnið er heildrænt með andlega og líkamlega
þætti og hentar vel þeim sem þurfa aukinn stuðning við að breyta um
lífsstíl t.d. vegna heilsufarsvanda. Kristín hefur starfað sem
námskeiðskennari í Hreyfingu til fjölda ára og vann um tíma einnig sem
einkaþjálfari þar. Kristín hefur mikla reynslu af því að vinna með
fjölskyldum og unglingum þeirra með áherslu á samvinnu við bæði formleg
og óformleg kerfi. Kristín er í ársleyfi
frá Barna- og unglingageðdeild (BUGL) þar sem hún hefur starfað í 9 ár. Hún sinnti einnig einhverfugreiningum og ráðgjöf við
unglinga, foreldra og skóla í kjölfar greininga.
Áður starfaði hún Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík (áður en
sú stofnun var lögð niður).
Kristín hefur sótt fjölda námskeiða sem bæði snúa að meðferðarvinnu með
börn, unglinga og fjölskyldur þeirra sem og námskeiðum tengdum hreyfingu
í gegnum tíðina.

Bóka tíma

Hleð inn ...
Hafðu samband

Sendu okkur skilaboð