Inga Björk Færseth ÓlafsdóttirFélagsráðgjafi, markþjálfi og sáttamiðlari

Almenn félagsleg ráðgjöf (t.d. vegna veikinda, atvinnuleysis, úrræða og
félagslegra aðstæðna)
Einstaklingsmeðferð
Samskiptavandi
Ofbeldi í fjölskyldum
Streita, álag og kulnun
Starfsendurhæfing
Starfslok
Handleiðsla
Markþjálfun
Sáttamiðlun
Almenn verktaka í velferðarþjónustu og barnavernd

Inga býr yfir áratuga þverfaglegri starfsreynslu í velferðarþjónustu.
Hún hefur unnið í barnavernd hjá Kópavogsbæ, á Skóla- og frístundasviði
og Velferðarsviði Reykjavíkurborgar (Þjónustumiðstöð Breiðholts), sem
félagsráðgjafi hjá Krabbameinsfélagi Íslands og
starfsendurhæfingarráðgjafi hjá Virk Starfsendurhæfingarsjóði.

Inga útskrifaðist sem félagsráðgjafi frá Háskóla Íslands 2007. Hún er
markþjálfi frá Profectus og Sáttamiðlari frá Sáttamiðlaraskólanum 2021.
Samhliða starfi hjá Samskiptastöðinni, starfar Inga hjá VIRK
Starfsendurhæfingarsjóði og stundar framhaldsnám við Háskóla Íslands í
öldrunarfræðum.
Inga er með starfsleyfi í félagsráðgjöf frá Embætti Landlæknis frá 2007.

Bóka tíma

Hleð inn ...
Hafðu samband

Sendu okkur skilaboð