Baldur Heiðar SigurðssonSálfræðingur

Greining og meðferð á sálrænum vanda hjá fullorðnum
Kvíði
Félagsfælni
Þunglyndi
Lágt sjálfsmat
Reiðistjórnun
Vímuefnavandi
geðrof

Baldur útskrifaðist með BA í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2004 og
Cand psych gráðu í klínískri sálfræði árið 2008 og fékk starfsleyfi sama
ár. Hann hóf strax störf sem sálfræðingur á Landspítala
háskólasjúkrahúsi þar sem hann hefur unnið greiningu og meðferð geðræns
vanda, auk þjálfunar nema í starfsnámi. Frá 2008 til 2011vann hann á
deildum sem nú heitir öryggis- og réttargeðdeild en síðan 2011 hefur
hann unnið á Laugarásnum – meðferðargeðdeild sem sérhæfir sig í
snemmíhlutun við byrjandi geðrofi, og starfar hann þar enn. Megin
reynsla hans snýr því að meðhöndlun geðrofseinkenna, en einnig hefur
hann tekist á við algengar fylgiraskanir svo sem vímuefnavanda,
þunglyndi og ýmsar kvíðaraskanir, einkum félagskvíða.

Samhliða störfum sínum á Landspítala hefur Baldur einnig kennt bæði í
Háskóla Íslands, en þó aðalega í Háskólanum í Reykjavík, þar sem hann
hefur kennt meistaranemum í sálfræði á hverju ári frá 2014.

Hleð inn ...
Hafðu samband

Sendu okkur skilaboð