Fram­hjá­hald eða lausung virðist al­menn­ara en áður var

Sigrún Júlí­us­dótt­ir pró­fess­or emer­it­us við fé­lags­ráðgjaf­ar­deild Há­skóla Íslands er með mikla reynslu af sög­um sam­banda í land­inu. Hún seg­ir Valentínus­ar­dag­inn góðan dag, en ekki vett­vang til að hafa lang­tíma­áhrif á ástar­sam­bandið.

Sigrún sinn­ir rann­sókn­um og kennslu í Há­skóla Íslands. Hún stofnaði meðferðarþjón­ust­una Tengsl ásamt fleir­um árið 1982 og hef­ur frá upp­hafi starf­rækt hana reglu­lega í hluta­starfi.

Sigrún seg­ir að á seinni hluta síðustu ald­ar, þegar ’68-hug­ar­fars­bylt­ing­in hafði sem sterk­ust áhrif, urðu mik­il átök í fjöl­skyld­um og í nán­um sam­bönd­um, meðal ann­ars um hvort kon­ur gætu orðið sjálf­stæðar inn­an ramma hjóna­bands.

Fram­hjá­hald eða lausung virðist al­menn­ara en áður var

„Þá jafnt og nú var varla hægt að tala um skuld­bind­ingu, laus­læti og ást öðru­vísi en að tengja það menn­ingu og sam­fé­lagi. Í flest­um sam­fé­lög­um ríkja líka ákveðnar hug­mynd­ir og gildi varðandi mann­leg sam­skipti og náin tengsl. Nú á 21. öld­inni ríkja líka allt aðrar hug­mynd­ir um trúnað, gildi var­an­leik­ans og um laus­læti en á fyrri öld­um. Rann­sókn­um og klín­ískri reynslu ber sem dæmi sam­an um að fram­hjá­hald eða lausung virðist al­menn­ari en áður var, bæði meðal karla og kvenna.

Sigrún á að baki fjöl­breytt­an starfs­fer­il, fyrst við fé­lagsþjón­ustu og barna­vernd, síðar geðheil­brigðis-þjón­ustu og á sviði rétt­ar­fé­lags­ráðgjaf­ar. Hún var yf­ir­fé­lags­ráðgjafi á geðdeild Land­spít­al­ans um 20 ára skeið áður en hún tók við aka­demískri stöðu og upp­bygg­ingu náms í fé­lags­ráðgjöf við Há­skóla Íslands.

„Auk meðferðar­starfs og hand­leiðslu fag­fólks á einka­stofu sinni ég lít­ils­hátt­ar kennslu í HÍ og vinn núna að und­ir­bún­ingi 3ja miss­era diplóma­náms í hand­leiðslu­fræðum fyr­ir reynt fag­fólk. Á haust­mánuðum kom út hjá Há­skóla­út­gáf­unni bók­in Hand­leiðsla – til efl­ing­ar í starfi sem ég rit­stýrði.

Aðal­verk­efni    mitt núna  er þó annað. Það er inn­leiðing  á nýju  úrræði til for­varn­ar í  skilnaðar­mál­um: SES-Sam­vinna eft­ir skilnað- barn­anna  vegna. Verk­efnið fell­ur vel  að hug­mynd­um og niður­stöðum  sem voru kynnt­ar  í  bók  okk­ar Sól­veig­ar Sig­urðardótt­ur , 2013, Eft­ir skilnað.  Um for­eldra­sam­starf og kyn­slóðatengsl. Sól­veig er  líka  fé­lags­ráðgjafi  og með sér­fræðiþekk­ingu í skilnaðar­mál­um  m.a. frá Svíþjóð. Í bók­inni grein­um við frá niður­stöðum  rann­sókn­ar okk­ar á fjöl­skyldu-og kyn­slóðatengsl­um eft­ir skilnað.  Í bók okk­ar  Nönnu K. Sig­urðardótt­ir frá 2000, Áfram  for­eldr­ar, segj­um við frá rann­sókn  um sam­eig­in­lega for­sjá þar sem niður­stöður eru tengd­ar  við lög­gjöf  og alþjóðleg­ar rann­sókni,  m.a. um gildi  “ góðs skilnaðar” og for­eldra­sam­starfs fyr­ir vel­ferð  barna.

Við Gyða Hjart­ar­dótt­ir, fé­lags­ráðgjafi og sér­fræðing­ur í mál­efn­um barna  hjá Sýslu­manni á höfuðborg­ar­svæðinu, höfðum  kynnst  þróun SES- úrræðis­ins  í  Dan­mörku og efnd­um til sam­starfs  um inn­leiðingu þess á Íslandi í  sam­vinnu  við fé­lags-og barna­málaráðherra. Við  vinn­um  núna að fram­kvæmd  á inn­leiðingu   þjón­ust­unn­ar   hjá átta  sveit­ar­fé­lög­um  á Íslandi en  mark­miðið er  að hún verði veitt á landsvísu,  þannig að  for­eldr­ar  í öll­um  sveita­fé­lög­um  eigi aðgang að þess­ari  þjón­ustu.  Við höf­um  nú nægi­leg­an þekk­ing­ar­grunn úr  skilnaðar­rann­sókn­um á for­eldr­um og börn­um og vit­um í raun allt sem  skipt­ir  máli  til að skilnaður fái ekki  niður­brjót­andi áhrif  í  fjöl­skyldu  og nái ekki að skaða  börn á ólík­um, mis­jafn­lega  viðkvæm­um- þroska­skeiðum. Við vit­um líka  að það er ekki skilnaður­inn sem slík­ur sem get­ur valdið mest­um sárs­auka og áfalli fyr­ir  börn held­ur  er  það hvernig staðið er að öllu ferl­inu, frá ákvörðun til umbreyt­inga  og nýrr­ar  aðlög­un­ar. Með SES-úrræðinu  sem  er  út­búið í ra­f­rænu formi,   geta for­eldr­ar  nýtt sér  nýj­ustu þekk­ingu  um bæði hugs­an­lega skaðsemi   skilnaðar-  bæði fyr­ir fyr­ir  börn­in og þá full­orðnu – og mögu­leika  á mark­vissu  for­eldra­sam­starfi  þar sem for­eldr­ar  fá verk­færi  til  að aðgreina  fyrri átök  sín, ágrein­ing og deil­ur og leggja þau  til hliðar til hags­bóta fyr­ir upp­byggi­legt for­eldra­sam­starf,  eft­ir  skilnað, barn­anna  vegna.

Tel­ur alla þurfa ein­hvers kon­ar nánd

Sigrún er ekki með ákveðna skoðun á ástar­sam­bönd­um en hef­ur þekk­ingu á þeim og sæk­ir í reynslu­brunn sem hef­ur mót­ast á þeim ára­tug­um sem hún hef­ur starfað með

fjöl­skyld­um, pör­um og hjón­um.

„Ég get þó sagt kannski meira sem til­vist­ar­legt sjón­ar­horn, að hver mann­leg vera þarf að eiga sér ein­hvers kon­ar nánd við aðra mann­eskju. En, jafn mik­ils virði og það er að vera tengd­ur ann­arri mann­veru þá er það líka ein for­senda per­sónuþroska og vellíðunar að geta verið al­einn með sjálf­um sér, verið sjálf­um sér nóg­ur og tekið ábyrgð á til­vist sinni.“

Hún seg­ir að í allri meðferðar­vinnu sé það for­esenda að hafa traust­an fræðileg­an grunn til að byggja á, en að það eitt og sér sé ekki nóg.

„Meðferðaraðili þarf auk starfsþjálf­un­ar und­ir hand­leiðslu að læra að þekkja sjálf­an sig til að geta beitt sér sem verk­færi. Þá er rýnt í eig­in nálg­un og sótt bæði í per­sónu­lega reynslu og mót­un­ar­áhrif frá öðrum. Þess vegna er þess kraf­ist í meðferðarrétt­inda­námi að hafa sótt eig­in námsmeðferð (e. train­ing therapy) þar sem rými fæst í traustu meðferðarsam­bandi til að greina sína eig­in per­sónu, tengslamynst­ur, sárs­auka, von­brigði og sigra auk þess að átta sig á eig­in þroskaglopp­um og varn­ar­hátt­um. Þannig er hægt að verða meðvitaður um til­finn­ing­ar og viðbrögð sem oft geta nýst óbeint í meðferðar­vinnu með öðrum en líka hvernig stund­um þarf að halda þeim vel aðgreind­um og hafa þjálfað næmi fyr­ir hvað á við og hvað get­ur verið óviðeig­andi. Þessi aðgrein­ing per­sónu­lega sjálfs­ins og fag­sjálfs­ins er jafn­framt hjálp­leg til að geta skilið á milli, aðgreint, og sam­nýtt meðvitað eig­in til­finn­ing­ar og sett því mörk um leið, þannig að skerpa og sköp­un hald­ist.“

Ger­ir mest gagn í ná­inni meðferðar­vinnu

Mál­in sem Sigrún vinn­ur með eru marg­vís­leg.

„Áhersla mín hef­ur þró­ast gegn­um árin. Mest gagn finnst mér ég gera í ná­inni meðferðar­vinnu með ein­stak­ling­um sem eru að fást við þroska­hindr­an­ir og flókna, oft erfiða reynslu. Það er mik­il til­finn­inga­vinna. Fátt er eins gef­andi og að sjá mann­eskju losna und­an gömlu hnútafari og þroska­höft­um, að finna og þróa eig­in „stjórn­stöð“, „locus of control“. Það veit­ir ekki bara styrk held­ur líka frelsi til að rækta ábyrgð á eig­in ham­ingju, „velja“ sér leið og vinna og lifa eft­ir því. Að geta þannig fundið auðlind­ina í sjálf­um sér og náð að blómsta, hvort sem er sem ein­stak­ling­ur, for­eldri eða í par­sam­bandi, vinn­ur oft­ast sam­an og mynd­ar heild­aráhrif.

Það er öðru­vísi að vinna með para­sam­bönd, en ekki síður mik­il áskor­un. Þar kem­ur líka námið í ein­stak­lingsmeðferð að góðu gagni. Stund­um þurfa pör að vinna sér­stak­lega með sig sjálf, aðgreint eða sam­hliða para­vinn­unni. Það fer eft­ir eðli vand­ans og trausti sam­bands­ins. Par­sam­bandið er að vissu marki sjálf­stæð ein­ing, líf­vera sem vex og þrosk­ast líkt og ein­stak­ling­ur, fer í gegn­um lífs­skeiðaátök og verk­efni þeim tengd. Á öll­um skeiðum skipt­ir miklu að átta sig á stöðunni, eins og ferðamaður í nátt­úr­unni. Að vega og meta fær­ar leiðir, sjá mögu­leika, styrkja eða breyta um búnað og stíl. Hér kem­ur sem dæmi hug­takið hjóna­bands­samn­ing­ur (e ma­rital contract) til sög­unn­ar. Hann er oft ómeðvitað kerfi sem parið vinn­ur eft­ir og sæk­ir sér upp­lýs­ing­ar um mörk og viðmið. Þegar verk­efni, heilsa, þarf­ir og lang­an­ir breyt­ast á lífs­skeiðunum er hjóna­bands­samn­ing­ur sú grunn­lína sem þró­un­in hef­ur breytt og hægt er að hefja end­ur­sköp­un á eft­ir breytt­um for­send­um. Þarna koma oft til hug­mynd­ir um sjálf­stæði, tryggð og rými, sem snerta viðhorf til ábyrgðar, jafn­ræðis og ein­stak­lings­frels­is.“

Sigrún seg­ir nýja lífs- og starfs­hætti eiga sinn þátt í því að fólk lif­ir fjöl­breyti­legra lífi og verður stöðugt fyr­ir nýj­um áreit­um og áhrif­um. Mögu­leik­arn­ir geta verið ógn­andi og við þannig aðstæður reyn­ir á stöðug­leika og trúnað á allt ann­an hátt en áður.

„Tæt­ings­leg­ur lífs­stíll og fram­andi sam­fé­lags­áhrif róta upp göml­um gild­um og skapa óör­yggi um sjálf­stæða for­gangs­röðun í per­sónu­legu lífi.

Þróun nánd­ar og mann­legra sam­skipta hef­ur líka breyst á djúp­stæðan hátt með auk­inni tækni, ra­f­ræn­um tengsl­um bæði í einka­lífi, starfi og á vef­miðlum. Mörk­in verða óljós og óör­ugg og margs kon­ar efa­semd­ir um til­finn­inga­leg­ar og per­sónu­leg­ar skuld­bind­ing­ar knýja á. Þetta birt­ist í há­tækni­vædd­um sam­fé­lög­um sem ótti við snert­ingu og nánd, en ný­leg­ar töl­ur frá t.d. Jap­an sýna ugg og óör­yggi ungs fólks gagn­vart kyn­lífi og fjöl­skyldu­skuld­bind­ingu. Fólk býr eitt í vax­andi mæli, vel­ur að eign­ast ekki börn eða skýt­ur á frest slík­um skuld­bind­ing­um og þeim til­finn­inga­lega krefj­andi verk­efn­um sem þær geta falið í sér.“

Hvaða áhrif hef­ur það haft á þig í gegn­um árin að fást við sam­bönd, sam­skipti og ást­ina?

„Það hef­ur haft mik­il áhrif á viðhorf mín og sýn, meðal ann­ars um hve miklu það skipt­ir að rýna í eig­in upp­vöxt og mót­un. Hvernig fyrstu tengsl leggja grunn­inn að því hversu auðveld eða þyrn­um stráð veg­ferðin áfram verður.

Ég hef séð bet­ur og bet­ur gildi sann­reyndra tengsla­kenn­inga um hvernig ákveðin tengslamynst­ur mót­ast út frá frum­tengsl­um til full­orðins­ára. Stund­um er talað um tengsl barns og for­eldr­is, eða umönn­un­araðila, sem fyrstu ást­ina, fyrsta parið, eða fyrstu par­mynd­un­ina (e. first couple). Þessi frum­tengsl eru und­ir­staðan fyr­ir hæfni ein­stak­lings til að geta myndað náin tengsl, notið og sýnt fölskvalaust traust til annarra síðar meir, en í því felst líka að geta tekið við og tjáð ást og kær­leika. Þess vegna vit­um við nú hvers virði það er að for­eldr­ar eigi mögu­leika að styrkja sam­band sitt á meðgöngu og á fyrstu þroska­ár­um barns­ins. Það er því ánægju­legt að fag­fólk og ung­ir verðandi for­eldr­ar leita nú leiða með marg­vís­leg­um hætti til að efla þessa áherslu.“

Ástin er afl lífs­ins

Hvernig skil­grein­ir þú ást?

„Í stuttu máli er ást­in í upp­runa­legu merk­ing­unni afl lífs­ins, „jáið“, lífs- og kyn­hvöt­in, afl gleðinn­ar, hins góða, já­kvæða, frjóa, upp­byggi­lega − líb­ídó. Hið gagn­stæða er afl dauðans, „neiið“, dauðahvöt­in „de­ath inst­inct“, afl hins nei­kvæða og illa, eyðilegg­ing­ar og niðurrifs. Að bera já­kvæðar til­finn­ing­ar til annarr­ar mann­eskju og finna hið sterka upp­byggi­lega afl bein­ast að henni er lífsneist­inn og for­senda þroskaðra tengsla. Þetta ber í sér aðdrátt­ar­afl − and­legt og til­finn­inga­legt, lík­am­legt og kyn­ferðis­legt.

Hið góða er hlý nær­ing úr brjósti eða faðmi móður­inn­ar, en and­stæða þess er vonsk­an, höfn­un­in. Ung­barnið þrosk­ast síðan af stöðugum og nán­um tengsl­um sem veita stund­um unað en stund­um and­byr frá sömu mann­eskju. Heil­brigður ein­stak­ling­ur, sá sem er fær um að höndla ást­ina, lær­ir að ráða við hvort um sig, aðlag­ast og geta fundið það sam­ræm­ast í sömu per­sónu.

Þannig er ást for­eldr­is til barns og síðan tengsl for­eldr­is og barns lík­lega frumást­in (e. first couple) og hún er for­senda þess að geta upp­lifað aðra ást; að gefa og taka við í öðrum tengsl­um. Sam­skipta­fræðing­ur­inn Erik H. Erik­son fjallaði um þetta afl sem nán­ast meðfædda, eðlis­læga eða líf­fræðilega (for­eldra) hvöt (e. generati­vity) sem við grein­um bæði hjá mönn­um og dýr­um. Þegar ekki næst að rækta þessi tengsl inn­an fjöl­skyldu eða þegar sam­fé­lags­áhrif stuðla að firr­ingu í nán­um tengsl­um, vináttu og öðrum mann­leg­um sam­skipt­um, þá er það bein­lín­is ógn við ást og ham­ingju.

Nýj­ustu rann­sókn­ir um pör­un og maka­val bein­ast að tauga­líf­fræðileg­um efna­boðskipt­um og þætti þeirra í kviku og kjarna ástar­inn­ar. Ég tel að þess­ar rann­sókn­ir geti leitt okk­ur áfram og jafn­vel auðveldað fólki af­drifa­rík­ar ákv­arðanir þegar til­finn­ing­ar blossa og spennu augna­bliks­ins er teflt gegn skyn­semi og dauf­um tón­um hins ör­ugga og venju­bundna hver­dags­lífs. Þessu fyr­ir­bæri er lýst á áhrifa­rík­an hátt í nýj­ustu skáld­sögu Sig­ríðar Hagalín, Eld­arn­ir.“

Ekki ást að van­v­irða og mis­nota

Hvað er ekki ást að þínu mati?

„Það er í raun og veru ein­fald­lega ekki ást að láta sig ekki varða annað fólk og að van­v­irða eða mis­nota mann­leg tengsl og þarf­ir þeirra sem eru í stöðu hins minni mátt­ar bæði í þröngri og víðari merk­ingu.“

Hvað ætt­um við öll að hugsa og jafn­vel gera fyr­ir Valentínus­ar­dag­inn?

„Ég hef ekki mikla trú á ein­stök­um dög­um til að ná raun­veru­legri vellíðan til lengri tíma. Hins veg­ar má nota slík tæki­færi til að glæða upp minn­ing­ar um verðmæti fyrri gleði og vellíðunar; með ýms­um til­finn­inga­leg­um gjöf­um, ör­læti og til­breyt­ingu. Þótt það sé „banalt“ að segja það þá get­ur hugs­un­in sem þar ligg­ur að baki oft kynt upp í ofn­in­um á ný og sáð nýj­um fræj­um til betra sam­lífs. Það get­ur vart skaðað nema þegar markaður­inn skerst of skarpt í leik­inn.“

Sigrún seg­ir erfitt að al­hæfa um sam­bands­stöðu lands­manna, en það sé margt í menn­ingu okk­ar og sögu sem hef­ur búið okk­ur út með þannig arf að við get­um sýnt seiglu og þol þegar á reyn­ir.

„Ef við miss­um þá sögu­vit­und og til­finn­ing­una fyr­ir gildi tengsla og sam­vista með eldri kyn­slóðum eða ef skiln­ing­ur okk­ar á aðstæðum og lífs­kjör­um ann­ars fólks dofn­ar þá rýrn­ar inni­stæðan í þess­um menn­ing­ar­arfi og við stönd­um ráðalaus­ari eft­ir. Ég held að marg­ir af styrk­leik­um okk­ar í dag spegl­ist í vax­andi vit­und ungs fólks um gildi fjöl­breyti­leik­ans og ör­læt­is gagn­vart bág­stödd­um sam­fé­lög­um. Við erum af­lögu­fær.“

Hafðu samband

Sendu okkur skilaboð