Íris Eik er fjöl­skyldu­fræðing­ur og rétt­ar­fé­lags­ráðgjafi. Hún hef­ur starfað lengi í fang­els­um lands­ins, við fé­lagsþjón­ustu og á geðdeild­um. Í 20 ár hef­ur hún aðstoðað fólk sem hef­ur glímt við fíkni­vanda og geðfötl­un auk þess að sinna aðstand­end­um þeirra. Einnig hef­ur hún sér­hæft sig í meðferð og stuðningi við af­brota­menn og ung­menni með áhættu­hegðun ásamt gerend­um og þolend­um of­beld­is. Í seinni tíð hef­ur hún í auknu mæli unnið með ein­stak­ling­um og fjöl­skyld­um sem glíma við vanda í fjöl­skyld­um eða hjóna­bandi. Hún er sjálf í sam­búð og er er móðir þriggja barna sem eru 16 ára, 6 ára og 8 mánaða.

Sam­hliða hálfu fæðing­ar­or­lofi starfar hún sem fram­kvæmda­stjóri og er eig­andi Sam­skipta­stöðvar­inn­ar sem er sérhæfð meðferðarstöð í Skeif­unni sem aðstoðar ein­stak­linga, fjölskyld­ur, pör eða vinnustaði við að leysa hvers kyns vanda, bæta líðan og sam­skipti.

Í fram­halds­skóla valdi hún öll fög sem tengd­ust upp­eld­is-, fé­lags- eða sál­fræði. Hún er fé­lags­lynd í eðli sínu. Móðir henn­ar og ömm­ur hafa mótað hana mikið sem og störf föður henn­ar sem starfaði í þrjá­tíu ár sem fíkni­efna­lögga sem skýr­ir áhuga henn­ar á fíkn og rétt­ar­vörslu­kerf­inu. Hún starfaði sjálf einnig um ára­bil í lög­regl­unni í Reykja­vík sem hún seg­ir góðan grunn.

Eft­ir­far­andi fimm upp­eld­is­ráð eru í henn­ar anda:

Að hugsa um sjálf­an sig

„Núm­er 1,2 og 3 að hugsa vel um sig. Góð líðan okk­ar for­eldra er einn stærsti þátt­ur­inn í að upp­eldi gangi vel. Það er grunn­ur­inn að því að við get­um mætt börn­um út frá þeirra þörf­um en ekki út frá okk­ar ástandi eða líðan. Súr­efn­is­grím­una á for­eldra fyrst, þ.e. næg­ur svefn, holl­ur mat­ur, hreyf­ing, pass­lega mik­il vinna og allt þetta sem við vit­um að er gott fyr­ir okk­ur. Þá erum við bet­ur í stakk búin að tak­ast á við það sem er krefj­andi í upp­eld­inu. Því upp­eldi mun alltaf vera að ein­hverju leyti krefj­andi og ekki er ásætt­an­legt að sinna því hlut­verki alltaf á tóm­um tankn­um, þó svo við þolum það vel að það komi dag­ar inn á milli þar sem við erum illa upp lögð. Því ef það er und­an­tekn­ing­in er lík­legra að við kom­umst klakk­laust í gegn­um það.“

Stjórn­semi er ekki stuðning­ur

„Ef barn upp­lif­ir mikla stjórn­semi er lík­legt að það upp­lifi skiln­ings­leysi, af­skipta­semi og yf­ir­gang frá okk­ur for­eldr­um. Slíkt get­ur ýtt und­ir óör­yggi, van­traust og það upp­lifi sig sem ómögu­legt. Sú staða er afar ein­manna­leg fyr­ir barn. Þetta eyk­ur lík­ur á að gjá mynd­ist á milli for­eldra og barns. Yf­ir­leitt má rekja of mikla stjórn­semi til kvíða og álags. Því er mik­il­vægt að for­eldr­ar séu vel á varðbergi fyr­ir birt­ing­ar­mynd stjórn­semi. Við höld­um oft að við séum að hjálpa með því að stjórna og stýra öllu en reynd­in er sú að ef stjórn­semi er of mik­il get­ur hún verið afar skemm­andi afl bæði hvað varðar tengsl milli for­eldri og barns auk þess að vera svo kallaður þroskaþjóf­ur þar eð að við ger­um of mikið fyr­ir börn­in okk­ar. Stund­um verðum við að sleppa tak­inu og leyfa börn­un­um að reka sig á.“

Sýn­um börn­um áhuga, töl­um við þau

„Ekki bara okk­ar eig­in held­ur öll­um börn­um sem við um­göng­umst. Við sýn­um þeim áhuga með því að tala við þau um þeirra dag­lega líf, áhuga­mál, skól­ann og sam­skipti þeirra við önn­ur börn og full­orðna. Það er alltaf hægt að spjalla smá við börn og sýna þeim að við sjá­um þau. Dæmi um umræðuefni eru: Við hvern leik­ur þú mest í skól­an­um, hvað heit­ir kenn­ar­inn þinn, hvað finnst þér skemmti­leg­ast að læra, ertu í ein­hverj­um tóm­stund­um, hvernig tónlist finnst þér skemmti­leg, hvaða tölvu­leik­ur finnst þér skemmti­leg­ur, hvað er upp­á­halds dýrið þitt og þess hátt­ar. Það get­ur gert mikið fyr­ir litla og stóra heila að fá at­hygli frá öðru fólki auk þess sem það þjálf­ar þau í að mynda tengsl og efl­ir þau í sam­skipt­um. Þegar þau hafa sagt okk­ur sitt svar þá er gott að svara sömu spurn­ingu og svo koll af kolli. Þetta er ein leið til að þjálfa sam­tals­færni hjá börn­um, kenna þeim að sýna öðru fólki áhuga, hlusta og tala. Þetta er sér­stak­lega mik­il­vægt þar sem síma­notk­un barna er mik­il. Það þýðir ekk­ert að fussa bara og sveigja yfir þeirri þróun. Sýn­um börn­um áhuga og stel­um at­hygli þeirra eins oft og við get­um frá þess­um tækj­um.“

Gleðin að vopni

„Að vera með börn­um get­ur verið afar krefj­andi á köfl­um. Á þeim stund­um eiga for­eldr­ar það til að tapa gleðinni, sem er ósköp skilj­an­legt en á sama tíma ekk­ert skemmti­legt né gagn­legt. Við vit­um öll að við eig­um að halda ró okk­ar þrátt fyr­ir að barn sé orðið stjórn­laust. Ein leið til þess er að reyna að hafa gam­an af þessu og halda í gleðina. Það er frek­ar erfitt að vera pirraður og reiður ef við erum glöð. Það verður allt svo miklu auðveld­ara og meiri lík­ur á að krefj­andi stund­in verði styttri. Reyn­um að láta þetta ger­ast sem oft­ast. Þó svo manni líði stund­um að börn séu vís­vit­andi að taka tryll­ingskast til þess að rústa deg­in­um okk­ar, þá er það yf­ir­leitt ekki ætl­un­in, held­ur líður barn­inu illa á þess­ari stundu og hef­ur ekki þroska til að grípa í önn­ur verk­færi en að taka tryll­ingskast. Það að við verðum æst og leiðin­leg hjálp­ar ekk­ert í þess­ari stundu. Við lög­um ekki leiðindi (óhlýðni) með leiðind­um.“

Tök­um eft­ir van­líðan og setj­um í orð

„Öll börn munu ein­hver­tím­ann haga sér illa þar til þau þjálfa smá sam­an upp færni við að tak­ast á við erfiðar til­finn­ing­ar eins og von­brigði, reiði, pirr­ing eða leiða. Ef við ber­um kennsl á van­líðan barns og setj­um það í orð fyr­ir barnið erum við að aðstoða barnið við bera kennsl á van­líðan og hjálp­um því að róa sig niður. Við get­um notað setn­ing­ar eins og ég sé að þú ert leið/​ur, vá ég sé að þú ert reið/​ur núna, ég skil vel að þig hafi langað í þetta og nú ertu leið/​ur. Svo dvelj­um við hjá barn­inu og töl­um ró­lega við það þar til það hef­ur jafnað sig, ef barnið vill ekki að við séum hjá því, er hægt að segja ég verð hérna frammi þú ert vel­kom­in til mín þegar þú villt. Ef þetta er gert eins oft og hægt er auk­um við færni barns­ins í til­finn­inga­stjórn­un. Með hækk­andi aldri og meiri þroska má reikna með að barn sem fær svona viðbrögð og aðstoð frá for­eldr­um nái fyrr tök­um á erfiðum til­finn­ing­um sem leiðir af sér að færri til­vik þar sem.“

Nýlegar færslur
Hafðu samband

Sendu okkur skilaboð