Jólin geta verið flókin fyrir suma og það getur verið eðlilegt að kvíða þeim. Á jólum vilja flestir eiga samverustundir við sitt nánasta fólk þrátt fyrir að á sama tíma geti vaknað kvíði fyrir samskiptunum. Þegar við kvíðum erfiðum samskiptum en ætlum að ganga inn í þau og mæta í jólaboð er gott að hafa uppbyggilegar samskiptareglur að leiðarljósi:
-
Ég ber ábyrgð á mér og minni hegðun.
-
Ég stjórna ekki öðrum. Ég get einungis stýrt mínum viðbrögðum í aðstæðum hverju sinni en ekki viðbrögðum annarra.
-
Ég umber aðra með það í huga að taka það góða sem ég get úr samskiptunum hverju sinni þrátt fyrir krefjandi aðstæður.
-
Gagnlegt er að byrja setningar á „mér finnst“ eða „mér líður“ í stað þess að leita í setningar eins og „þú ert alltaf“. Með því tek ég ábyrgð á mér en varpa ekki ábyrgð á minni líðan á aðra.
-
Hafðu í huga að það hvernig aðrir haga sér hefur yfirleitt ekkert með þig að gera heldur er birtingarmynd af líðan þess sem tjáir sig.
Ég ber ábyrgð á mér og minni hegðun.
Ég stjórna ekki öðrum. Ég get einungis stýrt mínum viðbrögðum í aðstæðum hverju sinni en ekki viðbrögðum annarra.
Ég umber aðra með það í huga að taka það góða sem ég get úr samskiptunum hverju sinni þrátt fyrir krefjandi aðstæður.
Gagnlegt er að byrja setningar á „mér finnst“ eða „mér líður“ í stað þess að leita í setningar eins og „þú ert alltaf“. Með því tek ég ábyrgð á mér en varpa ekki ábyrgð á minni líðan á aðra.
Hafðu í huga að það hvernig aðrir haga sér hefur yfirleitt ekkert með þig að gera heldur er birtingarmynd af líðan þess sem tjáir sig.
