Nú er komin sá tími að flestir eru komnir á fullt að undirbúa jólin en það eru líka margir sem standa frammi fyrir flóknum tilfinningum og ákvaðanatökum varðandi jól og jólahald. Eru jafnvel komin í aðstæður sem aldrei var reiknað með að þurfa að takast á við.

Dæmi 1

Ungt fólk að halda sín fystu jól. Hvar á að vera? Hvaða jólahefðir á að hafa? Hvort á að fara í jólaboð í þína fjölskyldu eða mína? Erfiðleikar með tengdafjölskyldu sem ekki vill breyta neinu.

Flóknar tilfinningar og ákvarðanatökur varðandi jólin

Dæmi 2

Fyrstu jól eftir maka eða barnsmissi. Hvernig verða jólin? Er hægt á einhvern hátt að eiga gleðileg jól við þessar aðstæður? Eru til auðveldari eða erfiðari leiðir að fara við þessar aðstæður? Hvernig veit ég hvort ég er að gera það besta fyrir mig og aðra?

Dæmi 3

Fyrstu jól eftir skilnað. Hvernig ætla ég að hafa jólin? Á ég að búa til nýjar hefðir? Í hvaða jólaboð eiga börnin að fara? Eiga börnin að hafa eitthvað að segja um jólahaldið? Er möguleiki að ég sé að taka einhverjar ákvaðanir til að ná mér niður á makanum? (óafvitandi) Ef ég er ein/n án barna hvering langar mig að haga jólunum? Að hve miklu leyti á ég að taka tillit til annara.

Dæmi 4

Maki, barn eða foreldri sem eiga við áfengis og/eða vímuefnavanda að stríða. Á ég að halda friðinn og láta eins og ekkert sé þó viðkomandi sé ekki edrú (svona af því að það eru jól). Á ég að vera harður/ hörð og setja viðkomandi stólinn fyrir dyrnar: “Ef þú getur ekki verið edrú vertu annarstaðar” (svona af því að það eru jól). Getur mér liðið vel ef ég veit af mínum alnánustu í félagskap og við aðstæður um jól sem ég veit að eru ömuglegar?

Já, það er margt sem getur flækt jólahaldið og oft erfitt að finna út hvað sé skynsamlegast og best að gera enda jólin tilfinningarík hátíð. Góð leið til að létta sér vinnuna og hugarangrið getur verið að leita sér fagaðstoðar í eitt til tvö skipti. Fagaðilar eins og til dæmis fjölskyldufræðingar eru sérmenntaðir til að hjálpa fólki við að finna leiðir og vinna með innri og ytri samskiptaerfiðleika.

Höfundur: Erna Stefánsdóttir, fjölskyldufræðingur og þroskaþjálfi hjá Samskiptastöðinni ehf.

Nýlegar færslur
Hafðu samband

Sendu okkur skilaboð

Ekki læsilegt? Skipta um texta. captcha txt